Emma Hayes sannfærði Bandaríkin um að ganga langt til að fá Pochettino Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 14:31 Emma Hayes og Mauricio Pochettino, með aðstoðarþjálfaranum Jesus Perez, þegar þau stýrðu kvenna- og karlaliði Chelsea á síðustu leiktíð. Nú stýra Hayes og Pochettino bandarísku landsliðunum. Getty/Harriet Lander Eftir að hafa bæði verið þjálfarar hjá Chelsea hafa þau Emma Hayes og Mauricio Pochettino nú endurnýjað kynni sín sem landsliðsþjálfarar hjá Bandaríkjunum. Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi. Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Sjá meira
Matt Crocker, íþróttastjóri bandaríska knattspyrnusambandsins, segir að afar góð meðmæli frá Hayes hafi átt sinn þátt í þvi að Pochettino var í gær kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Bandaríkjanna. Hann mun stýra liðinu fram yfir HM 2026 sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Pochettino er sagður fá um 6 milljónir Bandaríkjadala í laun á ári, um 830 milljónir króna, eða tæplega fjórum sinnum hærri laun en Gregg Berhalter, forveri hans í starfi. Hayes sannfærði vinnuveitendur sína um að Pochettino væri þess virði. Hayes hætti með Chelsea, eftir tólf farsæl ár, til að taka við kvennalandsliði Bandaríkjanna í vor og hefur slegið strax í gegn. Undir hennar stjórn varð liðið ólympíumeistari í París í ágúst. „Spennandi að sjá þau vinna saman“ Þau Pochettino kynntust í síðasta starfi Argentínumannsins, sem var látinn fara frá Chelsea í vor eftir aðeins eina leiktíð, og Hayes hreifst af vinnubrögðum hans þar. Þess vegna ýtti hún á eftir Crocker og félögum að ganga frá ráðningu á Pochettino: „Hún er ótrúlegur þjálfari og ótrúleg manneskja. Í hvert sinn sem við sáum hana þá var hún bara: „Hvar er Poch?“ Hún þekkir hann og við notuðum það sem ákveðinn útangspunkt. Þau bera gríðarlega virðingu fyrir hvort öðru. Okkur fannst mjög spennandi að sjá þau vinna saman,“ sagði Crocker í viðtali við TNT. Emma Hayes welcomes Mauricio Pochettino to U.S. Soccer 🇺🇸 pic.twitter.com/QWeWp42LJL— B/R Football (@brfootball) September 10, 2024 Hayes sendi Pochettino líka kveðju á samfélagsmiðlum: „Ég get ekki beðið eftir því að vinna með þér aftur og hlakka til samstarfsins næstu árin. Þetta er spennandi tími fyrir bandarískan fótbolta og ég vil bara bjóða þig velkominn, og ég hlakka til að taka á móti þér í bandarísku fótboltafjölskylduna,“ sagði Hayes. Ljóst er að Pochettino mun seint njóta sömu velgengni og Hayes í Bandaríkjunum. Karlalandslið þjóðarinnar hefur átt afar erfitt uppdráttar og gerði jafntefli í gær gegn Nýja-Sjálandi í vináttulandsleik, eftir þrjú töp í röð. Liðið komst í 16-liða úrslit á síðasta heimsmeistaramóti, í Katar 2022, en féll þar úr leik með 3-1 tapi gegn Hollandi.
Bandaríski fótboltinn Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Sjá meira