Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar komu báðar til landsins sama dag með tíu mínútna millibili þann 2. maí árið 1957. Mannfjöldi fagnaði komu þeirra á Reykjavíkurflugvelli. Icelandair/Kvikmyndasafn Íslands Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar: Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 lýsa fyrrverandi starfsmenn Flugfélagsins reynslu sinni af Viscount-vélunum. Félagið fékk tvær nýjar beint úr verksmiðjunum í Bretlandi vorið 1957, TF-ISN og TF-ISU. Þær hlutu nöfnin Gullfaxi og Hrímfaxi og höfðu sæti fyrir 48 farþega. Myndin af Vickers Viscount með gjósandi Surtsey í baksýn er úr bókinni Íslenskar flugvélar - Saga í 90 ár, sem Snorri Snorrason flugstjóri gaf út.Teikning/Wilfred Hardy Margir vilja meina að Íslendingar hafi stigið inn í þotuöldina með komu Viscount-vélanna. Þær töldust skrúfuþotur og voru knúnar af fjórum Rolls-Royce Dart-túrbínuhreyflum. Ekki þurfti að verja löngum tíma til að hita þá upp, ólíkt bulluhreyflum sem voru í eldri flugvélum, eins og þristunum og fjörkunum. Þær gátu flogið upp í 25 þúsund feta hæð, langt upp fyrir veður, sem gerði flugið þægilegra, og náðu yfir 500 kílómetra hraða, sem stytti ferðatímann talsvert. Mest flugu þær milli Íslands og Norðurlandanna og Bretlands en voru einnig notaðar í innanlandsflugi. Gullfaxi á Ísafjarðarflugvelli árið 1962.Snorri Snorrason Önnur þeirra, Hrímfaxi, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvelli við Osló á páskadag árið 1963 og létust allir um borð, alls tólf manns, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Hin vélin, Gullfaxi, var í notkun hjá Flugfélaginu til ársins 1968 en fékk nafnið Snæfaxi ári áður. Tilraunir til að selja hana báru ekki árangur og var hún rifin vorið 1970. Hér má sjá fjögurra mínútna langt myndskeið úr þættinum: Þátturinn um Flugfélag Íslands verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16:50. Áskrifendur að Stöð 2 og Stöð 2 plús geta auk þess horft á þáttinn í streymisveitu hvar og hvenær sem er. Þriðji þáttur Flugþjóðarinnar, sem sýndur verður næstkomandi mánudagskvöld, fjallar um sögu Loftleiða. Hér má sjá kynningarstiklu Flugþjóðarinnar:
Flugþjóðin Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Það er bannað að klípa í rassinn á flugfreyjunum“ Flugfreyjurnar í gamla daga fengu stundum að stýra flugvélunum og þær höfðu sín ráð til að takast á við dónakarla. Fyrrverandi flugfreyjur hjá Flugfélagi Íslands, sem kalla sig sexurnar, deildu slíkum sögum í þættinum Flugþjóðin. 9. september 2024 21:21