Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:57 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. Charles McQuillan/Getty Images Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti