Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. september 2024 13:30 Árni Stefán er hæstánægður með endurbæturnar á húsinu og býður að eigin sögn sanngjarnt verð fyrir friðað hús í hjarta Hafnarfjarðar. Einbýlishús í miðbæ Hafnarfjarðar sem komst í fréttirnar í mars þegar íbúi þess lýsti hræðilegum aðstæðum í húsinu er komið á sölu. Eigandi þess segir „Hafnarfjarðarhreysið“ eins og hann kallar það hafa verið stórlega endurbætt og bíði nú nýrra eigenda. „Það er búið að taka húsnæðið alveg í gegn að innan og það er tilbúið fyrir nýja aðila til þess að innrétta það hlýlega,“ segir Árni Stefán Árnason eigandi húsnæðisins að Austurvegi 10. Hann hafði áður sent fréttastofu erindi þess efnis að „Hafnarfjarðarhreysið“ sem gerð hefðu verið „söguleg“ en „ósanngjörn“ skil á Vísi væri komið á sölu. Íbúi í húsinu öryrkinn Sigurbjörg Hlöðversdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars að hún óttaðist um líf sitt í húsinu. Þar mátti víða sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag mátti finna á ýmsum stöðum í húsinu og þá vantaði hluta af gólfinu í svefnherbergi. Tvennum sögum fór af því hvort Árni hefði lofað betrumbótum eða ekki en íbúinn hélt því fram. Árni sagði sjálfur að húsnæðið hefði aldrei verið auglýst til langtímaleigu, heldur til skamms tíma til Grindvíkinga og sagði hann Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu. „Það sem gerist í kjölfarið er að heilbrigðiseftirlitið gaf henni afarkosti um að fara, vegna þess að húsnæðið var réttilega ekki tilbúið til leigu og ég gerði þá kröfu eiginlega bara sjálfur,“ segir Árni. Hann segir endurbótum á húsnæðinu nú lokið. Mikið minjagildi Fasteignamat hússins er 55 milljónir en uppsett verð er 45 milljónir króna. Árni segir húsið hafa verið byggt árið 1913 og því sé það friðað, enda á stórmerkilegum stað í Hafnarfirði. Hann á von á ljósmyndara frá fasteignasölu í dag og segir húsið verða komið á fasteignavefi landsins innan skamms. „Það er með nýja þakklæðningu og síðan verður það klætt að utan og hefur fengist styrkur í það frá Hafnarfjarðarbæ enda hefur húsið mikið minjagildi og á sinn þátt í að viðhalda þessum fallega svip á Austurgötu.“ Árni nefnir sem dæmi að í einungis tvö hundruð metra fjarlægð hafi sambærilegt hús selst á áttatíu milljónir. „Þannig ég er að bjóða rosalega sanngjarnt og fallegt verð.“ Hér að neðan ber að líta myndir úr húsinu úr safni Árna sem teknar eru eftir endurbætur. Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Hús og heimili Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Það er búið að taka húsnæðið alveg í gegn að innan og það er tilbúið fyrir nýja aðila til þess að innrétta það hlýlega,“ segir Árni Stefán Árnason eigandi húsnæðisins að Austurvegi 10. Hann hafði áður sent fréttastofu erindi þess efnis að „Hafnarfjarðarhreysið“ sem gerð hefðu verið „söguleg“ en „ósanngjörn“ skil á Vísi væri komið á sölu. Íbúi í húsinu öryrkinn Sigurbjörg Hlöðversdóttir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í mars að hún óttaðist um líf sitt í húsinu. Þar mátti víða sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag mátti finna á ýmsum stöðum í húsinu og þá vantaði hluta af gólfinu í svefnherbergi. Tvennum sögum fór af því hvort Árni hefði lofað betrumbótum eða ekki en íbúinn hélt því fram. Árni sagði sjálfur að húsnæðið hefði aldrei verið auglýst til langtímaleigu, heldur til skamms tíma til Grindvíkinga og sagði hann Sigurbjörgu hafa sett á svið leikrit í húsnæðinu. „Það sem gerist í kjölfarið er að heilbrigðiseftirlitið gaf henni afarkosti um að fara, vegna þess að húsnæðið var réttilega ekki tilbúið til leigu og ég gerði þá kröfu eiginlega bara sjálfur,“ segir Árni. Hann segir endurbótum á húsnæðinu nú lokið. Mikið minjagildi Fasteignamat hússins er 55 milljónir en uppsett verð er 45 milljónir króna. Árni segir húsið hafa verið byggt árið 1913 og því sé það friðað, enda á stórmerkilegum stað í Hafnarfirði. Hann á von á ljósmyndara frá fasteignasölu í dag og segir húsið verða komið á fasteignavefi landsins innan skamms. „Það er með nýja þakklæðningu og síðan verður það klætt að utan og hefur fengist styrkur í það frá Hafnarfjarðarbæ enda hefur húsið mikið minjagildi og á sinn þátt í að viðhalda þessum fallega svip á Austurgötu.“ Árni nefnir sem dæmi að í einungis tvö hundruð metra fjarlægð hafi sambærilegt hús selst á áttatíu milljónir. „Þannig ég er að bjóða rosalega sanngjarnt og fallegt verð.“ Hér að neðan ber að líta myndir úr húsinu úr safni Árna sem teknar eru eftir endurbætur. Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán Árni Stefán
Hús og heimili Fasteignamarkaður Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01 Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51 Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Sjá meira
„Þetta húsnæði er ekki leiguhæft, og það viðurkenni ég“ Leigusali konu, sem sakar hann um að standa ekki við loforð um framkvæmdir til að gera húsnæðið sem hún býr í mannsæmandi, segir margt vanta í frásögn konunnar. Hann viðurkennir sjálfur að húsnæðið, sem hann hafi aldrei auglýst sem leiguhúsnæði, sé ekki hæft til langtímaleigu, en konan hafi sótt það fast að fá að búa þar. 13. mars 2024 07:01
Árni Stefán fær 400 þúsund króna styrk Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að styrkja Árna Stefán Árnason dýralögfræðing um heilar fjögur hundruð þúsund krónur. 14. mars 2024 14:51
Sakar leigjanda sinn um blekkingar en vill grafa stríðsöxina Árni Stefán Árnason eigandi Austurgötu 10 í Hafnarfirði og leigusali segist vera stálheiðarlegur, agaður, samviskusamur og vandvirkur einstaklingur að eigin mati og annarra. Hann segir öryrkja sem leigir íbúð í húsinu við Austurgötu þarfnast hjálpar og ætlar að gera sitt til að leysa samskiptavanda þeirra og hjálpa henni. 18. mars 2024 10:35