Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Aron Guðmundsson skrifar 10. september 2024 11:31 Adrian Newey hefur gegnt lykilhlutverki í yfirburðum Red Bull Racing í Formúlu 1 upp á síðkastið. Hann gengur til liðs við Aston Martin frá og með 1.mars á næsta ári. Vísir/Getty Risafréttir bárust úr heimi Formúlu 1 núna í morgun því Bretinn Adrian Newey hefur verið ráðinn til Aston Martin. Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa. Akstursíþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Newey er af mörgum talinn besti bílahönnuður Formúlu 1 mótaraðarinnar frá upphafi og hefur hann lagt sitt á vogarskálarnar til að sigla heim tólf heimsmeistaratitlum í flokki bílasmiða og þrettán í flokki ökumanna með hönnun sinni á Formúlu 1 bílum hjá þeim liðum sem hann hefur starfað hjá innan mótaraðarinnar Nú síðast hjá liði Red Bull Racing sem Newey hefur starfað hjá síðan árið 2006. Fyrir tímabilið 2026 munu stórar breytingar á regluverki og bílum Formúlu 1 mótaraðarinnar taka gildi og með koma Newey til Aston Martin eru afar góðar fréttir fyrir liðið. „Hann er talinn snillingur þegar kemur að hönnun keppnisbíla og hefur átt það til að verða valdur að velgengni þeirra liða sem hann hefur starfað fyrir. Ef þú ert með Adrian Newey með þér í liði, þá þarftu að vera með öll tæki og tól klár fyrir hann svo þú getir nýtt þér alla hans snilligáfu,“ segir Martin Brundle, fyrrverandi ökuþór í Formúlu 1 og núverandi sérfræðingur Sky Sports. „Framundan eru stóru reglubreytingarnar árið 2026. Breytingar sem Newey hefur sjálfu sagt að séu þær mestu í sögu Formúlu 1 hvað varðar undirvagn, loftflæði sem og vélar Formúlu 1 bílanna. Þegar að svoleiðis breytingar eru í farvatninu, þá viltu hafa Newey með þér í liði.“ Það er kanadíski milljarðamæringurinn Lawrence Stroll sem á Formúlu 1 lið Aston Martin sem reist er á rústum Force India liðsins sem fór í gjaldþrot á sínum tíma. „Ég er himinlifandi með að ganga til liðs við Aston Martin,“ segir Newey í yfirlýsingu Aston Martin. „Lawrence Stroll er hér staðráðinn í að byggja upp lið sem vinnur heimsmeistaratitla...Í samstarfi með aðilum á borð við Honda og Aramco tel ég liðið búa yfir öllu því helsta til þess að við getum saman byggt upp lið sem keppir um heimsmeistaratitla. Ég hlakka til að taka þátt í þeirri vegferð.“ Það kostar sitt að fá mann eins og Newey til starfa og greinir Sky Sports frá því að hann muni þéna um tuttugu milljónir punda, því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í árslaun. Upphæð sem gæti hækkað upp í þrjátíu milljónir punda í gegnum árangurstengda bónusa.
Akstursíþróttir Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira