„Þarna á ég að gera betur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:45 Guðlaugur Victor axlaði ábyrð eftir tap kvöldsins. Getty Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. „Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
„Það er ömurlegt að tapa. Betra liðið vann í dag. En við vorum bara ekki að spila okkar besta leik. Við vorum alltof slappir með boltann, taktískt og líka varnarlega voru of mörg spurningarmerki sem við þurfum að fara yfir,“ segir Guðlaugur Victor í samtali við Stefán Árna Pálsson á vellinum í Tyrklandi. Hann bætir við: „Þeir skora þrjú mörk sem við eigum að díla við. Við hefðum mátt vera rólegri á boltanum þegar við vorum með hann. Það er það sem er mér í huga eftir leik.“ Aðspurður hvort íslenska liðið hafi ekki sýnt góðan karakter með því að jafna leikinn játar Guðlaugur því. Hann skoraði sjálfur markið eftir hornspyrnu. Hann færist þó fljótlega aftur í það sem betur mátti fara. „Það er vissulega karakter en maður stendur hérna samt og hugsar með sér: „Af hverju vorum við ekki betri á boltann? Af hverju vorum við ekki betur skipulagðir?“ „Auðvitað er þetta frábært lið en á okkar betri degi þá þarf þetta ekki að vera svona. Við förum inn í hálfleik, ræðum það sem fer úrskeiðis og svo kemur það snemma í seinni hálfleik sem ég á að loka á manninn miklu betur. Hann skorar þetta frábæra mark en þarna á ég að gera betur. Svo var þetta bara brekka,“ segir Guðlaugur Victor sem bætir við um annað mark Tyrkja: „Ég þarf að sjá fyrsta markið aftur en seinna markið er bara þannig að hann feikar að fara í eina átt og ég bara sel mig. Hann tekur frábært touch og skorar. Þarna á ég bara að vera miklu nær honum og gera betur. Það er bara svo einfalt.“ Klippa: Markaskorarinn eftir leik
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir „Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
„Stór mistök hjá mér“ Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. 9. september 2024 21:21
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14