„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 21:14 Åge Hareide í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira
Ísland lenti undir eftir aðeins 78 sekúndur en Åge hrósaði leikmönnum fyrir að koma til baka og sýna karakter í fyrri hálfleik. „Leikmenn börðust í fyrri hálfleik, börðust fyrir því að koma til baka. Jöfnum svo eftir með góðri hornspyrnu og góðri afgreiðslu.“ „Í hálfleik töluðum við um að reyna spila boltanum betur og ákváðum að gera þrjár skiptingar. Orri Steinn (Óskarsson) kom inn og um tíma í síðari hálfleik vorum við með þá á afturfótunum. Hefðum getað gert meira en kjánaleg mistök kostuðu okkur í dag,“ sagði Åge um síðari hálfleikinn. „Náðum ekki upp þessum ryðma og þeim stöðum sem við vildum. Var einn af þessum dögum þar sem hlutirnir gengu einfaldlega ekki upp,“ bætti hann við en aftur hrósaði Åge liði sínu. „Eftir að við lentum 2-1 undir þá eltum við jöfnunarmarkið, áttum fínan kafla um miðbik síðari hálfleiks en svo dró af okkur. Það var þreyta eftir leikinn á föstudag og það hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum í þessum gluggum, þurfum að vinna í því.“ „Við reyndum að jafna en vorum ekki nægilega góðir í að spila á milli línanna. Orri Steinn og Andri Lucas Guðjohnsen eru góðir í því svæði en fannst við þreyttir í lokin. Vona að menn verði beittari þegar við hittumst í október.“ „Við eigum eftir að fá Wales og Tyrkland til Reykjavíkur, þurfum að gera þeim erfitt fyrir þar,“ sagði landsliðsþjálfarinn að endingu áður en hann sagðist hafa viljað fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjum Þjóðadeildarinnar. Klippa: Svekktur landsliðsþjálfari
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Sjá meira