Mikil óvissa er uppi um framtíð hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk þar sem að samningur hans rennur út næsta sumar.
Mirror, Daily Express og Daily Star segja öll frá því að Van Dijk vilji vera hjá Liverpool fram yfir heimsmeistarakeppnina 2026.
Hann er nú orðinn 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018.
Hann skrifaði síðast undir samning í ágúst 2021 en sá samningur rennur út í lok júní 2025.
Auk Van Dijk þá eru þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold einnig að renna út á samning næsta sumar. Þessir þrír hafa verið í lykilhlutverkum hjá félaginu síðustu ár og hafa margir stuðningsmenn Liverpool áhyggjur.