Fær milljón á klukkutíma í laun með besta samningi sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 19:31 Dak Prescott smellir af mynd með aðdáendum. Hann er núna orðinn launahæstur í sögu NFL-deildarinnar. Getty/Brandon Sloter Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, skrifaði loks undir nýjan samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN. NFL Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira
Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN.
NFL Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Sjá meira