Kína endaði enn og aftur með langflest verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 18:46 Kínverjar unnu til fjölda verðlauna í sundi, þar á meðal þrefalt í 50 metra baksundi í fötlunarflokki 5, þar sem þær Dong Lu, Shenggao He og Yu Lui stóðu sig best. Getty/Sean M. Haffey Kínverjar halda heim frá París með langflest verðlaun allra þjóða á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, líkt og venja er orðin. Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira
Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Sjá meira