Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 22:57 Aysenur Ezgi Eygi var 26 ára. AP Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að andlát bandarískrar konu sem skotin var til bana á Vesturbakkanum verði rannsakað ofan í kjölinn. Ísraelskir hermenn eru sagðir hafa skotið hana í höfuðið þar sem hún var stödd við friðsöm mótmæli. Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Vikuleg mótmæli gegn aukinni landtöku Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fóru fram í grennd við bæinn Beita í gær. Aysenur Ezgi Eygi, bandarísk kona af tyrkneskum uppruna, var á meðal mótmælenda; hún hafði látið sig málefni Palestínu varða heima fyrir og gerði sér sérstaka ferð á vesturbakkann til að vera viðstödd mótmælin. Ísraelskir hermenn hófu skothríð á mótmælendur, að sögn sjónarvotta - og unga konan hafi fundist særð undir ólífutré. Hún var flutt með hraði á sjúkrahús. Ward Basalat, bráðalæknir í Beita, segir Egi hafa verið veitt bráðameðferð. Hún hafi fengið blóðþrýstingshækkandi lyf og tekist hafi að flytja hana á Rafidia-sjúkrahúsið á Vesturbakkanum. „En því miður var hún með alvarlega heilablæðingu. Læknateymið gerði allt sem hægt var áður en hún lést,“ er haft eftir Basalat. Sendi heimsbyggðinni ákall Fjölskylda konunnar er harmi slegin og kallar eftir óháðri rannsókn á andláti hennar. Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig kallað eftir rannsókn á atvikinu og segja að einhverja verði að draga til ábyrgðar. Þá skutu ísraelskir hermenn þrettán ára stúlku til bana á svipuðum slóðum í gær. Ghassan Daghlas bæjarstjóri í Nablus hélt eldræðu yfir líkum stúlkunnar og bandarísku konunnar í dag, þar sem hann sendi heimsbyggðinni ákall. „Við hvetjum allan heiminn til að stöðva stríðsæðið í Palestínu. Byssukúlur gera ekki greinarmun á aðgerðasinna eða palestínskri stúlku. Við segjum öllum heiminum að það sé kominn tími til að binda enda á þetta sturlaða stríð gegn Palestínumönnum, morð á börnum og eyðileggingu á moskum, kirkjum, skólum og spítölum,“ sagði Daghlas. Þá héldu loftárásir Ísraelsmanna áfram á Gasa. Að minnsta kosti þrettán Palestínumenn létust og fimmtán særðust í árásum á skóla og íbúðarhús.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira