Åge ánægður með að jafna sigurfjölda San Marínó en boðar breytingar Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. september 2024 21:29 Åge Hareide var sáttur með sigurinn. Vísir/Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur og sæll með 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi en mun breyta byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Tyrklandi næsta mánudag. Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan. UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Klippa: Þjálfarinn kátur „Alltaf frábært að vinna. Við hugsuðum ekki mikið um það, en ég heyrði af því í gær þegar San Marínó vann að við værum eina liðið sem ætti eftir að vinna [leik í Þjóðadeildinni]. Þannig að ég lofaði stuðningsmönnum fyrir leik að við myndum vinna og sem betur fer stóðst það,“ sagði Åge í viðtali við Val Pál Eiríksson eftir leik. Åge gerði margar breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur, Logi Tómasson spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir landsliðið og Stefán Teitur Þórðarson var á miðjunni. Menn á borð við Guðlaug Victor Pálsson, Valgeir Lunddal Friðriksson, Willum Þór Willumsson og Arnór Sigurðsson sátu á bekknum. „Við töluðum við leikmenn sem byrjuðu ekki í dag en hafa verið byrjunarliðsmenn. Sumir meiddir eða að spila lítið. Tökum engar óþarfa áhættur með það. Við þurfum líka að byggja upp hóp sem höndlar tvo leiki á skömmum tíma og munum örugglega breyta miklu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Erum með varnarmenn á bekknum sem eru klárir að spila, varnarlínan stóð sig vel í kvöld en varnarlínan í Tyrkjaleiknum mun vonandi gera það líka,“ sagði Age og staðfesti þar í raun að byrjunarliðið, eða varnarlínan að minnsta kosti, verði öðruvísi í næsta leik. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports höfðu áhyggjur af varnarskipulagi íslenska liðsins. Bakverðir voru látnir falla til baka inn á teiginn og vængmenn dregnir niður til að verjast fyrirgjöfum Svartfellinga. „Við viljum hafa eins marga menn í teignum og við getum þegar við verjumst fyrirgjöfum. Gegn öðruvísi liðum myndum við setja bakverðina út.“ Framundan er leikur gegn Tyrklandi ytra næsta mánudag. Líkt og Åge fór yfir má búast við breytingum á byrjunarliðinu en sigurinn í kvöld ætti að gefa liðinu sjálfstraust og trú á verkefninu. „Ekki spurning. Góð úrslit skipta öllu máli. Þetta var erfiður leikur og erfiðar aðstæður en við réðum vel við það. Í fyrri hálfleik spiluðum við vel en aðeins öðruvísi og erfiðari seinni hálfleikur,“ sagði Age og staðfesti svo að lokum að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið meiddur af velli. Viðtalið allt má sjá í spilaranum að ofan.
UEFA Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira