„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 14:32 Åge Hareide er spenntur fyrir nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki