„Meiðsli alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 14:32 Åge Hareide er spenntur fyrir nýrri leiktíð í Þjóðadeildinni. Getty/Alex Nicodim Åge Hareide, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að mögulega hafi leikjaálag hjá Lille valdið meiðslum Hákonar Arnar Haraldssonar sem ekki verður til taks í Þjóðadeildinni nú í haust. Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld, með leik við Svartfjallaland klukkan 18:45, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. „Undirbúningurinn hefur verið hefðbundinn og gengið vel. Við reynum að byggja ofan á því sem við gerðum í júní [í leikjunum við England og Holland]. Þjóðadeildin er mikilvæg og getur komið okkur í góða stöðu til að eiga varaleið ef við komumst ekki í gegnum undankeppni HM, líkt og í mars. Við verðum að nýta okkur það,“ sagði Hareide. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Åge Hareide ræddi um leik kvöldsins Hann þarf hins vegar að finna lausnir við því að tvo lykilmenn skuli vanta í íslenska liðið. Hákon er meiddur og Sverrir Ingi Ingason einnig. „Meiðsli eru alltaf áhyggjuefni fyrir minni þjóðir, því við höfum ekki sömu breidd og stóru þjóðirnar. En við erum með góðan hóp, góða leikmenn, og á meðan að við vinnum áfram með það sama og áður þá er þetta ekkert nýtt fyrir þeim. Hópurinn býr að því að leikmenn þekkja hvern annan mjög vel og það er mikill styrkleiki fyrir Ísland,“ sagði Hareide. Leikjaálag hjá Lille kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum Þó að maður komi í manns stað þá er Hákon eini Íslendingurinn hjá félagsliði í Meistaradeild Evrópu í vetur og meiðsli hans mikil vonbrigði: „Það er leitt fyrir Hákon, íslenska landsliðið og Lille, því hann er mjög góður leikmaður og hefur verið að spila alla leiki fyrir Lille. Það er kannski ein ástæðan fyrir þessum meiðslum. Það er alltaf sorglegt að missa góða leikmenn en við vonum að þeir sem koma í staðinn láti ljós sitt skína. Við komumst vonandi í gegnum þetta og náum góðum úrslitum,“ sagði Hareide en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira