Hefur fundað mikið með forvera sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2024 11:33 Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón „Þetta leggst mjög vel í mig og kærkomið að fá heimaleik. Það er orðið ár síðan við spiluðum hérna á heimavelli. Þetta er bara spennandi,“ segir Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs karla í fótbolta, um leik dagsins við Dani. Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Leikur Íslands og Danmerkur er klukkan 15:00 í Víkinni í dag. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Líkt og hann nefnir að ofan fagna menn því að fá loks heimaleik og liðinu gengið vel í Víkinni. „Það er nú þannig með fótbolta að flestum gengur betur heima en úti. Við eigum núna þrjá leiki í röð hérna heima og við verðum að láta þá telja,“ segir Ólafur. En hvað þarf að gera til að vinna Dani í dag? „Við þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að okkur sjálfum. Við þurfum að eiga góðan leik, þetta er gott danskt lið. Við þurfum að vera vel skipulagðir, eins og við höfum verið, og nýta sénsana okkar. Allar þessar klisjur. Við þurfum að vera on the front foot, klárir í slaginn. Nýta okkur gervigrasið og hafa tempo í okkar leik,“ segir Ólafur Ingi. Erfitt að skora í landsleikjum Hann býst við heldur lokuðum leik, sem landsleikir séu almennt. Taktíkin sé allsráðandi og hvert tækifæri til að skora gildi þeim mun meira. „Landsliðsfótbolti yfirhöfuð er aðeins öðruvísi en félagsliðabolti. Það er meira undir í hverjum leik og þeir taktískari en gengur og gerist í félagsliðum. Manni er refsað fyrir minnstu mistök, svo við þurfum fyrst og fremst að halda einbeitingu og klára hvert einasta augnablik. Það er erfitt að skora í landsleikjum, þetta eru yfirleitt lokaðir leikir og við þurfum að passa upp á varnarleikinn og nýta þær aðstæður sem við komumst í,“ segir Ólafur. Klippa: Hefur fundað mikið með forveranum Hann kveðst þá finna sig vel í nýju starfi. Hann var áður þjálfari U19 ára landsliðsins en var hækkaður í tign eftir að Davíð Snorri Jónsson hætti með U21 landsliðið til að taka við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðsins. Davíð hafi reynst Ólafi vel. „Það hefur gengið bara mjög vel. Maður nýtur góðs af því að forveri minn, Davíð, er inni hjá sambandinu. Við höfum átt marga góða fundi og hann hjálpað mér að ná utan um þetta. Ég þekki að sjálfsögðu marga leikmenn hérna sem ég hef haft hjá U19. Þetta er ekki þannig stórt skref en gleðilegt,“ segir Ólafur Ingi. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Ísland og Danmörk mætast klukkan 15:00 og leikurinn í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira