Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 17:32 Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur. Getty/Harriet Lander Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu. Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024 Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024
Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira