Chelsea leyfir Cole Palmer ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 17:32 Cole Palmer er lykilmaður hjá Chelsea en hann verður hvergi sjáanlegur í leikjum liðsins í Sambandsdeildinni í vetur. Getty/Harriet Lander Enski landsliðsmaðurinn Cole Palmer er ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir komandi Sambandsdeild Evrópu. Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024 Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira
Chelsea tekur þátt í sömu keppni og Víkingar en enska liðið mætir þó ekki Íslandsmeisturunum í deildarhlutanum. Chelsea þurfti, eins og önnur félög í keppninni, að tilkynna inn 29 manna leikmannahóp sinn en þar sem að leikmannahópur Chelsea er risastór var ljóst að einhverjir yrðu út í kuldanum. Það vakti þó athygli að meðal þeirra sem fá ekki að spila í Evrópukeppninni í vetur eru framherjinn Cole Palmer, varnarmaðurinn Wesley Fofana og miðjumaðurinn Romeo Lavia. Það er þó ekki eins að stærsta stjarna Chelsea liðsins sé út í kuldanum heldur er þessi ákvörðun tekin til að minnka álagið á þessum mikilvæga leikmanni. Cole Palmer er allt í öllu í sóknarleik liðsins en forráðamenn Chelsea vilja passa upp á hann. Liðið verður í staðinn bara að treysta á það að menn eins og Pedro Neto, Mykhailo Mudryk og Jadon Sancho geti klárað dæmið. Chelsea mætir Gent, Panathinaikos, Noah, Heidenheim, Astana og Shamrock Rovers í deildarhlutanum. Palmer spilaði 55 leiki fyrir lið og landslið á síðustu leiktíð og sá síðasti var úrslitaleikur Evrópumótsins 14. júlí. Það stefnir líka í annað langt tímabil því næsta sumar munn Chelsea taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsins sem er nú orðin 32 liða keppni. 🚨🔵 Chelsea confirm squad for next stage of Conference League.⚠️ Wesley Fofana, Cole Palmer and also Romeo Lavia have been left out.Decision taken due to load management as Chelsea season could go on until July 2025 with Club’s World Cup too. pic.twitter.com/WmNlx6DynI— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 5, 2024
Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Sjá meira