Vilja sýna hluttekningu með frestun á stóru balli Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 5. september 2024 15:49 Magnús tók við starfi skólameistara í Fjölbraut í Ármúla árið 2018. Vísir/Vilhelm Skólameistari Fjölbrautarskólans við Ármúla hefur ekki orðið var við hnífaburð nemenda í skólanum. Hann telur nemendur orðna það þroskaða að átta sig á afleiðingum sem slíkt gæti haft í för með sér. Stóru nýnemaballi hefur verið frestað um eina til tvær vikur. Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skólameistarar allra framhaldsskólanna komu saman á Teams fundi í gær til að ræða starf í skólunum. Í framhaldi af þeim fundi sátu skólameistarar Fjölbrautarskólanna við Ármúla, Breiðholti og Mosfellsbæ auk Borgarholtsskóla og Tækniskólans áfram og ræddu fyrirhugað sameiginlegt nýnemaball skólanna. „Við áttum góða umræðu og vorum sammála um að þetta væri ekki alveg nógu gott að vera með skólaball, fólk að skemmta sér og gaman í ljósi þessa hörmulega atburðar,“ segir Magnús Ingvason skólameistari í FÁ. Atburðurinn sem Magnús vísar til er hnífsstunga við Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Hún var nemandi við Verzlunarskóla Íslands. Hinn grunaði er sextán ára og sætir gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Sýna hluttekningu Misjafnt sé eflaust eftir skólum hve mikið samráð hafi verið haft við nemendur en nemendur í FÁ sýni ákvörðuninni í það minnsta fullan skilning. Með ákvörðuninni sé fyrst og fremst verið að sýna hluttekningu frekar en að um öryggismál sé að ræða. „Það eru allir slegnir yfir þessu og mjög þungt hljóð í mörgum. Þetta er verulega sorglegur atburður,“ segir Magnús. Kennarar í skólanum ræði mikið við nemendur sína um atburðinn sorglega en sömuleiðis ofbeldi og hnífaburð í þjóðfélaginu. „Það hafa verið mjög góðar og gagnlegar umræður í mörgum tímum hjá okkur. Kennarar segja mér að nemendum sé brugðið og finnist þetta mál allt ömurlegt.“ Frestað um eina til tvær vikur Mikil áhersla sé lögð á forvarnarstarf í framhaldsskólum. Á skólafundi í október verði ofbeldi og hnífaburður til umræðu. Þar munu nemendur koma að umræðunni. „Það eru forvarnarfulltrúar í öllum skólum og stöðug brýning í félagslífinu annars vegar og áföngum og bekkjum hins vegar.“ Hann hefur ekki orðið var við hnífaburð innan veggja skólans. „Ég treysti að þau séu orðin það þroskuð að skilja að það gengur ekki að hafa með sér hnífa í skólann. Þau átta sig á afleiðingunum. Við höfum ekki orðið vör við að það sé einhver með hníf í skólanum.“ Stefnt sé á að halda nýnemaballið eftir eina til tvær vikur.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira