Heimi var sagt að leyna því að hann væri tannlæknir Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 12:01 Heimir Hallgrímsson laufléttur á æfingu írska landsliðsins, og tekur í spaðann á fótboltalýsandanum Tony O'Donoghue. Getty/Stephen McCarthy Eftir tvo daga stýrir Heimir Hallgrímsson landsliði Írlands í sínum fyrsta leik, þegar það mætir Englandi á heimavelli í Þjóðadeildinni. The Sun fjallar um Heimi í dag og gerir mikið úr því að hann sé einnig tannlæknir. Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Óteljandi greinar voru skrifaðar í kringum Evrópumótið 2016 varðandi tannlæknastarf Heimis, sem þá stýrði ásamt Lars Lagerbäck Íslandi til sigurs á Englandi í 16-liða úrslitum. Nú ætlar hann að endurtaka leikinn sem þjálfari Írlands, eftir að hafa verið ráðinn í starfið í sumar. Í grein The Sun segir Heimir að sér hafi á sínum tíma verið sagt að halda því leyndu að hann væri tannlæknir en ekki aðeins fótboltaþjálfari. „Þegar ég var að ná mér í þjálfaragráðuna í Englandi þá var sagt við mann: „Ekki segja neinum að þú sért tannlæknir!“ En ég held að menntun geti aldrei skaðað mann. Ég er stoltur af því að vera tannlæknir,“ segir Heimir sem eftir ævintýrið með íslenska landsliðinu hefur einnig þjálfað Al Arabi og landslið Jamaíku. Rifjað upp þegar Heimir kom Rut til bjargar Grein The Sun er uppfull af orðagríni tengdu tönnum og tannlækningum, og þar er einnig rifjað upp þegar Heimir brást skjótt við á Hásteinsvelli, skömmu eftir EM 2016, þegar Fylkiskonan Rut Kristjánsdóttir missti tönn í miðjum leik. Þjálfarastarfið hefur auðvitað verið aðalstarf Heimis í mörg ár en hann segir: „Það að vinna sem tannlæknir hefur hjálpað mér mikið, því maður er stöðugt að vinna með einstaklinga. Sumir eru hræddir við tannlækna, svo maður þarf að finna réttu leiðina til að tala við hvern og einn. Maður gæti þurft að róa einn, vera skemmtilegur við annan og alvarlegur við þann þriðja. En maður verður að vera fljótur að aðlagast. Sama má segja um samskipti við fótboltamenn,“ segir Heimir. I was a DENTIST before becoming football manager - I've already humiliated England once, now I'm plotting to do it again https://t.co/D11LYbMY4I— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) September 5, 2024 England líka með nýjan þjálfara Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands 231 degi eftir að Stephen Kenny hætti sem þjálfari liðsins. Í millitíðinni stýrði John O‘Shea liðinu í nokkrum leikjum, og sótti Heimir það fast að fá O‘Shea sem aðstoðarþjálfara, sem gekk eftir. Englendingar mæta til leiks á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir úrslitaleik EM, og eftir að Gareth Southgate hætti með liðið. Þeir spila undir stjórn Lee Carsley sem var ráðinn tímabundið á meðan að leit stendur yfir að varanlegum arftaka. Heimir segir margt líkt með Írum og Englendingum: „Karakterinn er mjög svipaður. Venjulega þurfa menn bara 1-2 drykki áður en þeir byrja að syngja. Írarnir leggja hart að sér og eru stoltir, stoltir af sinni arfleifð og því sem þeir eru. Það er alltaf hægt að byggja á því þegar menn leggja hart að sér og eru stoltir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33 Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Sjá meira
Heimir vill finna óþokka Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. 22. ágúst 2024 13:31
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. 30. ágúst 2024 10:33
Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. 29. ágúst 2024 11:49