Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2024 14:01 Erna og Hrefna fallast hér í faðma á Facetime við foreldra sína í fyrra þegar í ljós kom að þær hefðu báðar fengið samning við einn besta dansflokk heims. Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira