„Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2024 20:25 Elísabet Brekkan telur að gera þurfi mun betur í að kenna innflytjendum íslensku og fyrirtækin þurfi að taka ábyrgð. Kennari með áratugareynslu af íslenskukennslu fyrir útlendinga segir þjóðina hafa sofnað á verðinum hvað varðar að kenna innflytjendum málið. Fyrirtækin í landinu þurfi að taka ábyrgð og Íslendingar þurfi líka að sýna útlendingum áhuga. Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum. Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira
Innflytjendum hefur hvergi fjölgað meira hlutfallslega miðað við íbúafjölda en á Íslandi meðal allra ríkja OECD. Hlutfall innflytjenda frá Evrópska efnahagssvæðinu er sömuleiðis hvergi hærra en á Íslandi. Sjá einnig: Íslendingar eiga met í fjölgun útlendinga Elísabet Brekkan hefur kennt útlendingum íslensku í rúm 40 ár. Hún ræddi um stöðu íslenskukennslu fyrir innflytjendur við Erlu Björgu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fyrirtækin verði að taka meiri ábyrgð „Þetta hefur breyst alveg rosalega mikið af því það er svo ofboðslega mikið af fólki sem fer beint að vinna. Svo er líka afstaðan til þeirra að þú snýrð þér alltaf bara að útlendingnum og talar ensku við hann þó þetta sé ekki hans heimamál,“ segir Elísabet aðspurð hvaða máli íslenskukennsla skipti fyrir stöðu útlendinga. „Þetta skiptir rosalega miklu máli og fyrirtækin verða sjálf að taka ábyrgð,“ segir Elísabet. „Þetta hefur breyst rosalega mikið frá því að víetnömsku hóparnir komu 1979. Þetta er allt öðruvísi í dag. Þú sérð að það er verið að byggja steinhallir út um allt og það eru allt Pólverjar og Litháar sem eru að vinna þar.“ Alltof lítið samneyti milli Íslendinga og útlendinga Elísabet telur fyrirtækin þurfa að gera meira í að kenna starfsfólki sínu málið. Heldurðu að það sé áhugi hjá þessu fólki á að læra tungumálið? „Það er jafn mismunandi eins og þeir eru margir og við verðum líka að sýna þeim áhuga. Því miður er alltof lítið samneyti. Fyrir svo utan að ég er að kenna krökkum líka og ég fer út í frímínútur og þá eru sauðíslenskir krakkar að tala ensku saman. Hvað er að gerast?“ Er eitthvað sem við þurfum að gera til að gera þetta aðgengilegra? „Mér fyndist til dæmis að fyrirtæki eins og Bónus eða Krónan ættu að fá einhvern til að koma inn í fyrirtækið og segja „Þetta er orðaforðinn sem væri eðlilegt að þeir hefðu.“ Þarf ekki að vera mikið,“ segir hún. Læra þá á vinnutíma? „Á vinnutíma já, byrja þar,“ segir Elísabet og bætir við „Það er óþolandi að fara út á land á Íslandi og panta hamborgara og það er enginn sem skilur þegar þú talar íslensku.“ Hver ber ábyrgðina? „Hver ber ábyrgðina? Nú ætla ég ekki að segja eitthvað eitt nafn. Ég held að við höfum öll sofnað á verðinum af því þetta gerðist allt svo ofboðslega hratt,“ segir Elísabet. Endurvekja þurfi Sumarskólann „Ég er búin að vera í þessum bransa mjög lengi. Þannig var að Námsflokkar Reykjavíkur, Rauði krossinn og Reykjavíkurborg hélt hér úti alveg stórkostlegri starfsemi sem hét Sumarskólinn. Hann var starfræktur í sextán ár og ég vann þar í fjórtán ár. „Þar var hver einasti útlenski krakki, mömmur og jafnvel ömmur og líka pabbar sem voru ekkert margir, allan daginn í heilan mánuð. Árangurinn var svakalegur því ég fylgdist með mörgum krökkum sem fóru út í skólana sem höfðu fengið þetta start,“ segir Elísabet. „Orðaforðakennslu í fyrirtækin! Það er ekki nóg að kunna að segja Viltu poka,“ segir hún að lokum.
Innflytjendamál Íslensk tunga Vinnumarkaður Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Sjá meira