Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Silja Björk biður Ingó afsökunar Innlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Silja Björk biður Ingó afsökunar Innlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Hafnar frekari kappræðum við Harris Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Trump vígreifur en veit betur Bon Jovi lofaður fyrir að bjarga konu í sjálfsvígshugleiðingum Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fujimori er látinn „Lærisveinn“ Pélicot sagður hafa beitt sömu aðferðum á eigin konu 171 handtekinn og 402 börnum bjargað í aðgerðum í Malasíu Sex starfsmenn UNRWA sagðir hafa verið drepnir í árás Ísraelshers Gerði sér mat úr kattaráti andlega veikrar konu Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Daunill þróun í metanlosun mannkynsins Baráttan um Bandaríkin: Sögulegar kappræður gerðar upp Gætu leyft Úkraínu að nota langdræg flugskeyti gegn Rússlandi Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05