Slær Haaland við en trúði ekki símtalinu: „Mamma og pabbi fóru að hlæja“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 08:32 Sindre Walle Egeli í leik gegn Íslandi í lokakeppni EM U19-landsliða í fyrrasumar. Getty/Seb Daly Hinn 18 ára gamli Sindre Walle Egeli, sem líkt hefur verið við landa sinn Erling Haaland, er mættur í norska A-landsliðið í fótbolta þó að hann hafi átt erfitt með að trúa því til að byrja með. Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Walle Egeli, sem leikur með Nordsjælland í Danmörku, hefur vakið athygli með yngri landsliðum Noregs því þar hefur hann skorað samtals 32 mörk í 35 leikjum, eða 0,91 mark að meðaltali í leik. Það er enn meira en Haaland gerði en hann var með 0,65 mörk í leik, eða 30 mörk í 46 U-landsleikjum. Það að fá sæti í norska A-landsliðshópnum var samt ekki eitthvað sem Walle Egeli bjóst við strax: „Við sátum og borðuðum hjá afa og ömmu þegar ég fékk símtal frá Are [Hokstad] hjá norska sambandinu. Það var eiginlega algjört sjokk. Ég hélt fyrst að hann væri að grínast. Svo hringdi Ståle [Solbakken, landsliðsþjálfari] seinna og þá vissi ég að þetta væri raunverulegt,“ sagði Walle Egeli við NRK. „Það var alveg geggjað að vera valinn. Mamma og pabbi fóru að hlæja. Þetta var góð stund,“ bætti hann við. Erfitt að ná Haaland í A-landsliðinu Leikmaðurinn ungi gefur lítið fyrir samanburð við Haaland, sennilega mesta markaskorara heims í dag, en Haaland hefur til að mynda skorað 31 mark í 33 A-landsleikjum. En það er ekki slæmt að hafa slegið Haaland við í yngri landsliðunum, eða hvað? „Það er það ekki en þetta voru yngri landsliðin. Hann hefur nú staðið sig ágætlega með A-landsliðinu. Það verður erfitt fyrir mig að endurtaka það sem hann hefur gert með A-landsliðinu.“ View this post on Instagram A post shared by Herrelandslaget (@herrelandslaget) Góður stuðningur frá Ödegaard og Solbakken Walle Egeli segir að sér hafi verið afar vel tekið þegar hann hitti nýju félaga sína í A-landsliðinu í fyrsta sinn, og að fyrirliðinn Martin Ödegaard hafi til að mynda stutt vel við hann, sem og þjálfarinn Ståle Solbakken. „Ég hitti Ståle í móttökunni á hótelinu og hann sá að ég var svolítið stressaður. Þá vildi hann bara tryggja að ég gæti sofið vel. Hann tók gott spjall með mér áður en ég fór á koddann. Það hjálpaði mikið,“ sagði Walle Egeli. Noregur mætir Kasakstan á föstudaginn þegar Þjóðadeildin hefst, og svo Austurríki þremur dögum síðar.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira