„Eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 20:16 Jón Dagur Þorsteinsson fagnar hér sigurmarki sínu á móti enska landsliðinu á Wembley í byrjun júnímánaðar. Getty/Richard Pelham Jón Dagur Þorsteinsson var hetja íslenska landsliðsins síðasta vor þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Englendingum á Wembley. Nú er komið að næsta verkefni landsliðsins. Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Jón Dagur er búinn að skipta um lið síðan hann gerði út um leikinn á Wembley leikvanginum í aðdraganda Evrópumótsins. Hann fór á dögunum frá OH Leuven í Belgíu til Herthu Berlín í Þýskalandi. „Mér fannst þetta verið komið gott þarna í Leuven. Ég var búinn að vera þarna í tvö ár og fannst ekkert meira sem ég gat gert þar. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Jón Dagur í samtali við Stefán Árna Pálsson á hóteli íslenska liðsins í dag. Stór klúbbur „Það kitlaði líka þegar það kom upp möguleiki á að fara í svona stóran klúbb eins og Herthu Berlín. Ég ákvað því að kýla á það,“ sagði Jón Dagur. Félagið er risastórt og ætlar sér að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Það var eiginlega aðalástæðan af hverju ég fór þangað er að þetta var eitthvað sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Jón Dagur. Hvernig hefur lífið byrjað hjá honum í Berlín? „Ég er bara búinn að vera þarna í nokkra daga en fékk fyrstu mínúturnar á laugardaginn og við unnum. Þetta er því að byrja mjög vel,“ sagði Jón Dagur. Þetta er bara alvöru keppni Næsta á dagskrá hjá landsliðinu eru leikir á móti Svartfellingum og Tyrkjum í nýrri Þjóðadeild. „Þetta eru engir æfingarleikir. Þetta er bara keppni. Menn þurfa að taka þessu alvarlega og við munum gera það. Eins og við höfum séð undanfarin ár þá hefur þetta verið að gefa okkur möguleika og skilaði okkur í umspilið. Þetta er bara alvöru keppni,“ sagði Jón Dagur. Hvað á að gera á móti Svartfellingum í fyrsta leik? „Við munum bara spila okkar leik, vera þéttir til baka og svo erum við búnir að vera skapa nóg til að skora fullt af mörkum. Við þurfum að byrja á því að halda hreinu og vinna þennan leik,“ sagði Jón Dagur. Mikil jákvæðni yfir þessu Íslenska liðið var nálægt því að komast á Evrópumótið þar sem liðið tapaði í hreinum úrslitaleik við Úkraínu um laust sæti. Finnur Jón Dagur fyrir uppgangi í kringum íslenska liðið. „Já algjörlega. Við erum búnir að vera að sækja úrslit og höfum átt flottar frammistöður hér og þar. Við þurfum að fara að tengja þetta aðeins betur saman en það er búinn að vera mikill uppgangur og jákvæðni yfir þessu. Það er bara gaman,“ sagði Jón Dagur en það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Jón Dagur: Mig langaði að prófa eitthvað nýtt
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira