Ekki gott að æfa of nálægt háttatíma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 21:02 Erla Björnsdóttir segir það skipta máli hvenær hreyfing fer fram upp á svefn að gera, þó það skipti líka máli um hverskonar hreyfingu sé að ræða. Vísir/Vilhelm Besti tíminn til að stunda líkamsrækt er síðdegis en að stunda of ákafa hreyfingu stuttu fyrir háttatíma getur orðið til þess að viðkomandi nær ekki að sofna. Þetta segir svefnsérfræðingurinn Erla Björnsdóttir. Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“ Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Rætt var við Erlu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún tekur fram að nýrri rannsóknir bendi til þess að léttar æfingar nógu snemma fyrir háttatíma geti einmitt haft jákvæð áhrif á svefninn. Þar nefnir Erla göngutúr, léttar teygjur og jógaæfingar sem dæmi. Getur verið tvíeggjað sverð „Þetta er aftur á móti einstaklingsbundið og það er þessi fína lína, við viljum ekki gera of mikið því þá getur það haft þveröfug áhrif, þannig maður þarf að finna þetta hjá sjálfum sér og kannski ekki æfa alveg beint ofan í svefninn, leyfa einum, tveimur klukkutímum að líða en göngutúr til dæmis eftir kvöldmat getur verið mjög góður.“ Erla leggur áherslu á það að hreyfing sé almennt af hinu góða. Létt hreyfing að kvöldi geti hjálpað til við að melta kvöldmatinn, sé streitulosandi og henni geti fylgt ákveðin núvitund, það sé gott að vera ekki stressuð þegar lagst er á koddann. „En við vitum líka að í mikilli hreyfingu þá förum við að framleiða adrenalín og líkamshitinn okkar hækkar sem er kannski andstætt við það sem við viljum á kvöldin því þá er líkamshitinn að lækka og við viljum koma ró í bæði líkama og hita. Þannig eins og ég segi þá getur þetta verið tvíeggjað sverð og maður þarf að finna þetta á sjálfum sér, hvað hentar hverjum og einum. Fyrir flesta er ekki gott að hlaupa kannski tíu kílómetra og fara svo beint að sofa, flestir finna fyrir því að maður er lengi að ná sér niður og kannski lengi að sofna.“ Best að hreyfa sig seinni partinn Erla segir fínt að ná inn hreyfingu um kvöldmatarleytið fyrir flesta. Flestir sofni ekki fyrr en nokkrum tímum síðar, um tíu, ellefu leytið. „Ef við horfum bara á likamsklukkuna og bara hvenær við erum best til þess fallin að hreyfa okkur, þá er það seinnipartinn. Af því að þá er afkastageta hjarta- og æðakerfis í hámarki, vöðvastyrkur hæstur og við náum bestum árangri í líkamsrækt.“ Hún minnir á að það sé einstaklingsbundið hvað henti hverjum og einum. Alltaf sé mælt með því að stunduð sé hreyfing. Langtímarannsóknir sýni sérstaklega að það að hreyfa sig jafnt allt árið hafi verndandi áhrif, meðal annars með tilliti til svefnvanda. „Þannig við viljum alltaf hreyfa okkur en við viljum ekki hreyfa okkur á kostnað svefnsins. Til dæmis ef við ætlum á morgunæfingu klukkan sex á morgnana þá verðum við líka að taka tillit til þess á hinum endanum og fara þá fyrr að sofa þannig við séum að fá nægan svefn, annars missum við bara ávinninginn sem næst af hreyfingunni.“
Reykjavík síðdegis Svefn Heilsa Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“