„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 Orri Steinn mun leika í La Liga í vetur fyrir Real Sociedad. vísir/arnar Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira