„Maður er partur af þessum stóra fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2024 08:02 Orri Steinn mun leika í La Liga í vetur fyrir Real Sociedad. vísir/arnar Orri Steinn Óskarsson segir að síðustu dagar hafi verið viðburðaríkir en hann varð á dögunum sá dýrasti í sögunni sem danska félagið FCK selur frá sér. Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Sjá meira
Orri gekk til liðs við spænska félagið Real Sociedad á föstudaginn. Hann hafði áður verið hjá FCK frá árinu 2020 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Gróttu. Spænska félagið greiðir tuttugu milljónir evru eða þrjá milljarða íslenskra króna fyrir leikmanninn. „Þetta er búið að vera mikið flakk og smá hektískt. Það gerðist mikið á einum degi, á lokadegi gluggans og ég fór til Spánar og skrifaði undir þar sem er auðvitað geggjað enda mikið búið að vera í gangi og það er smá þreyta í manni,“ segir Orri í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Orri Steinn um skrefið yfir til Real Sociedad Hann segist hafa haft nokkra möguleika en ákvað að velja spænska félagið. „Mér leist langbest á Sociedad og verkefnið sem þeir buðu mér og sáu mig sem leikmann. Mér finnst fótboltinn sem þeir spila og stefnan sem þeir eru með varðandi unga leikmenn frábært og líka hvað þeir voru tilbúnir að gera til að fá mig heillaði mig.“ Hann segist ekki finna fyrir neinni pressu að vera dýrasti leikmaður í sögu FCK. „Í enda dagsins er þetta bara fótbolti. Þetta er bara partur af fótboltanum og ég pæla ekkert of mikið í svona hlutum. Þetta er bara partur af lífinu og mun fylgja mér en það hefur ekki áhrif á það hvernig ég æfi eða sef. Auðvitað er skrýtið að pæla í þessum upphæðum en svona er bara fótboltinn og maður er partur af þessum stór fótboltaheimi og þar eru upphæðir sem erfitt er að útskýra og það er gaman að vera partur af því.“ Einn vinsælasti fótboltapenni heims, Fabrizio Romano, hefur til að mynda fjallað um Orra á X-síðu sinni síðustu daga. „Ég fann alveg fyrir aukinni athygli á mér en það er svo sem ekkert að hafa áhrif. Ég vissi að það yrði eitthvað svona í glugganum í sumar og við vorum undirbúnir fyrir það.“ Orri kom strax við sögu í sínum fyrsta leik með liðinu um helgina. „Það var mjög fínt. Auðvitað mikið af hlutum sem maður þarf að venjast varðandi taktík og kröfur og svona, en auðvitað bara geggjað að klára fyrsta leik og fá smjörþefinn af því hvernig þetta virkar.“ Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Sjá meira