Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:33 Morteza Mehrzad er 246 sentímetrar og því mun hærri en flestir liðsfélagar hans. Getty/Jens Büttner Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Leik lokið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga