Næsthæsti maður heims þarf að sofa á gólfinu í París Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:33 Morteza Mehrzad er 246 sentímetrar og því mun hærri en flestir liðsfélagar hans. Getty/Jens Büttner Einn af þeim sem óhjákvæmilega vekja hvað mesta athygli á Ólympíumóti fatlaðra er Morteza Mehrzad enda er hann næsthávaxnasti maður heims, eða 2,46 metrar að hæð. Að vera svo hávaxinn hefur sína kosti og galla. Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sjá meira
Mehrzad keppir fyrir Íran í sitjandi blaki og þar gefur hæðin honum vissulega ákveðna kosti. Mehrzad er enda tvöfaldur ólympíumótsmeistari og stefnir á þriðja titilinn í París. En einn galli við það að vera svo hávaxinn er að rúmin í ólympíuþorpinu í París eru ekki nægilega stór og því þarf Mehrzad hreinlega að sofa á gólfinu. Fékk sérútbúið rúm í Tókýó „Í Tókýó [á ÓL 2021] voru þeir með sérútbúið rúm fyrir hann en því miður er það ekki þannig hérna,“ sagði Hadi Rezaeigarkani, aðalþjálfari íranska liðsins, við Olympics.com. „Þess vegna verður hann að sofa á gólfinu.“ „Hann er ekki með sérútbúið rúm en hann er með aðalmarkmiðið efst í huga. Það skiptir hann ekki máli hvort hann þurfi að sofa á gólfinu eða fái ekki nóg að borða. Hann hugsar bara um það að verða meistari,“ sagði Rezaeigarkani. VIDEO: Morteza Mehrzad, the 'giant' lynchpin of Iran's sitting volleyball team.At an imposing 2.46 metres (8 ft 0.85 in), Mehrzad is the second tallest living man in the world and the tallest athlete ever to compete in the Paralympics, according to the International Paralympic… pic.twitter.com/XCl0vYUnJb— AFP News Agency (@AFP) August 30, 2024 Íran hefur haft algjöra yfirburði í sitjandi blaki því liðið hefur unnið til gullverðlauna á sjö af níu Ólympíumótum fatlaðra frá því að það tók fyrst þátt í Seúl 1988. Mehrzad vann fyrst gull árið 2016 í Ríó, og varð þar með hávaxnasti ólympíumótsmeistari sögunnar. Með æsavöxt og slasaðist í reiðhjólaslysi Hann greindist með æsavöxt (e. acromegaly), sjaldgæfan sjúkdóm sem stafar af offramleiðslu vaxtarhormóns á fullorðinsárum. Hann lenti í reiðhjólaslysi sem unglingur sem hefti vöxt hægri fótleggsins, sem nú er 15 sentímetrum styttri en sá vinstri og því þarf þessi 36 ára íþróttamaður stundum að nota hjólastól. Morteza Mehrzad er tvöfaldur ólympíumótsmeistari og var valinn bestur í Tókýó á síðasta móti.Getty/Jens Büttner Lokaði sig inni en er nú íþróttastjarna Landsliðsþjálfarinn uppgötvaði Mehrzad þegar hann sá hann í raunveruleikasjónvarpsþætti árið 2011, og gleðst yfir því að hann sé nú orðinn að íþróttastjörnu. „Ég held að Morteza hafi verið inni í herberginu sínu í ellefu ár, án þess að fara út. Af því að hann er hæstur allra þá vildi hann ekki fara út og kunni ekki við að allir væru að stara á hann. En núna horfa allir á hann sem meistara,“ sagði Rezaeigarkani. Eftir sigurinn í Ríó vann Mehrzad aftur í Tókýó 2021 og var valinn verðmætasti leikmaðurinn. Þjálfarinn segir hann mikilvægasta leikmann íranska liðsins en vill ekki ganga svo langt að telja hann þann besta í sögunni. Mikilvægustu skilaboðin séu hins vegar þau að allir í heiminum hafi yfir hæfileikum að búa og það þurfi bara að leita eftir þeim.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Leik lokið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sjá meira