„Sýnir karakter leikmanna að koma til baka“ Hjörvar Ólafsson skrifar 2. september 2024 20:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/HAG Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var vitanlega kampakátur með sigur liðsins á móti Stjörnunni í Bestu deild kvenna í fótbolta á Samsung-vellinum í kvöld. Fylkir lenti undir en snéri taflinu sér í vil og hafði betur með tveimur mörkum gegn einu. „Þetta var ofboðslega kærkominn og mikilvægur sigur og ég er feykilega stoltur af leikmönnum liðsins. Þær lögðu hjarta og sál í verkefnið og spiluðu þess utan bara vel í þessum leik. Við lentum undir í leik sem skiptir öllu máli og mörg lið sem eru í okkar stöðu hefðu brotnað við það. Það var hins vegar ekki upp á teningnum, þær sýndu karakter og komu til baka sem er bara frábært. Þetta var bara enn einn bíkarúrslitaleikurinn hjá okkur sem við þurfum að vinna og við gerðum það sem styrkir stöðu okkar fyrir framhaldið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Tinna Rut, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og við höfum saknað mikið, kemur inná af krafti og Marija sem hefur verið að koma sterk inn af bekknum í sumar skilar sínu svo um munaði. Það var gaman að sjá innkomu þeirra,“ sagði hann enn fremur. „Nú eru bara tvær bikarúrslitaleikir eftir sem við ætlum okkur að vinna. Við þekkjum þessa stöðu mæta vel. Við vorum í svipaðri stöðu í Lengjudeildinni í fyrra þegar við þurftum að vinna síðustu leikina til þess að komast upp. Það tókst þá og við ætlum okkur að halda sætinu í deildinni núna með sigrum í næstu leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Fylkiskonur hafa nú 13 stig í næstneðsta deildarinnar en Keflavík er í neðsta sæti með 10 stig og Tindastóll í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 16 stig. Fylkir á eftir að mæta Tindastóli og Keflavík en Fylkisliðið sækir Tindastól heim á Sauðárkrók á laugardaginn næsta og fær síðan Keflavík í heimsókn í lokaumferð deildarinnar laugardaginn 14. september. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
„Þetta var ofboðslega kærkominn og mikilvægur sigur og ég er feykilega stoltur af leikmönnum liðsins. Þær lögðu hjarta og sál í verkefnið og spiluðu þess utan bara vel í þessum leik. Við lentum undir í leik sem skiptir öllu máli og mörg lið sem eru í okkar stöðu hefðu brotnað við það. Það var hins vegar ekki upp á teningnum, þær sýndu karakter og komu til baka sem er bara frábært. Þetta var bara enn einn bíkarúrslitaleikurinn hjá okkur sem við þurfum að vinna og við gerðum það sem styrkir stöðu okkar fyrir framhaldið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Tinna Rut, sem hefur verið að glíma við meiðsli síðan í upphafi móts og við höfum saknað mikið, kemur inná af krafti og Marija sem hefur verið að koma sterk inn af bekknum í sumar skilar sínu svo um munaði. Það var gaman að sjá innkomu þeirra,“ sagði hann enn fremur. „Nú eru bara tvær bikarúrslitaleikir eftir sem við ætlum okkur að vinna. Við þekkjum þessa stöðu mæta vel. Við vorum í svipaðri stöðu í Lengjudeildinni í fyrra þegar við þurftum að vinna síðustu leikina til þess að komast upp. Það tókst þá og við ætlum okkur að halda sætinu í deildinni núna með sigrum í næstu leikjum,“ sagði hann um framhaldið. Fylkiskonur hafa nú 13 stig í næstneðsta deildarinnar en Keflavík er í neðsta sæti með 10 stig og Tindastóll í sætinu fyrir ofan fallsvæðið með 16 stig. Fylkir á eftir að mæta Tindastóli og Keflavík en Fylkisliðið sækir Tindastól heim á Sauðárkrók á laugardaginn næsta og fær síðan Keflavík í heimsókn í lokaumferð deildarinnar laugardaginn 14. september.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira