Best í heimi? Kristín Björnsdóttir skrifar 2. september 2024 14:00 Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar