Best í heimi? Kristín Björnsdóttir skrifar 2. september 2024 14:00 Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi er mikið um alls kyns álitamál. Reyndar svo mikið að á köflum getur það reynst yfirþyrmandi. Ýmsir aðilar takast opinberlega á um skólamálin með kröfur um árangur á fjölbreyttum sviðum. Stjórnmálamenn, fræðingar, spekúlantar og sjálfskipaðir sérfræðingar. Við viljum skora hátt á matslistum og í alþjóðlegum könnunum. Við viljum vera best. En hvernig getum við skorað hátt og orðið best? Hvernig getum við komist á þann stað að samræmdu mælingarnar séu okkur í hag? Hérlendis verður enginn fagmenntaður grunnskólakennari án þess að ganga í gegnum fimm ára háskólanám sem skilar meistaragráðu í fræðunum. Grunnskólakennarar eru vel menntaðir og þeir eru sérfræðingar í kennslu. Einhverra hluta vegna skila þessir vel menntuðu grunnskólakennarar sér ekki til starfa í grunnskólunum. Staðan er sú að grunnskólakennarar fást ekki til starfa og mörg dæmi eru um það að enginn sæki um auglýstar stöður kennara. Þessi alvarlega staða hefur bein áhrif á fagmennsku í skólastarfi og gæði þess. Til að bæta gráu ofan á svart þá er íslenskt námsefni úrelt að miklu leyti og hefur endurnýjun og útgáfu nýs efnis verið verulega ábótavant í mörg ár. Þá er vel við hæfi að velta upp þeirri spurningu hvort starfsaðstæður kennara geri þeim raunverulega kleift að bjóða nemendum upp á bestu mögulegu menntun og hífa okkur upp á fyrrnefndum matslistum og könnunum. Hvað heldur þú? Lesandi góður, þú þarft að gera upp við þig hvað þú vilt bjóða barninu þínu, barnabarninu eða börnum annarra upp á. Íslenskt samfélag þarf að sameinast í því að fjárfesta í kennurum og skapa þeim viðunandi starfsaðstæður til framtíðar. Þá fyrst eigum við möguleika á að verða best í heimi. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun