Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 07:31 Anna Mariana Casemiro styður sinn mann sem átti afar erfitt uppdráttar í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Instagram/Getty Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira