Eiginkonan kom Casemiro til varnar eftir martröðina í gær Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 07:31 Anna Mariana Casemiro styður sinn mann sem átti afar erfitt uppdráttar í stórleiknum gegn Liverpool í gær. Instagram/Getty Anna Mariana, eiginkona Casemiro, tók til varna fyrir sinn mann á Instagram eftir að Brasilíumaðurinn sætti harkalegri gagnrýni fyrir frammistöðu sína með Manchester United gegn Liverpool í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Casemiro átti sannkallaðan martraðarleik því tvær misheppnaðar sendingar hans í fyrri hálfleik leiddu til marka Liverpool sem vann leikinn að lokum 3-0. Svo slæm var frammistaða hins 32 ára gamla Casemiro að stuðningsmenn United bauluðu á hann og knattspyrnustjórinn Erik ten Hag kippti honum af velli í hálfleik, og lét hinn tvítuga Toby Collyer spila sinn fyrsta deildarleik við ansi erfiðar aðstæður. Stuðningsyfirlýsing frá stjóranum Ten Hag kom þó Casemiro til varnar í viðtölum eftir leik og sagði meðal annars: „Casemiro hefur sýnt það svo oft hve frábær karakter hann er. Við höfum öll séð stórkostlegar stundir hjá honum. Hann mun eiga þær aftur og svara fyrir sig. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna á sínum ferli. Hann mun halda áfram að leggja sitt að mörkum fyrir liðið. Hann er alltaf sigurvegari.“ Segja má að Anna Mariana hafi tekið í sama streng því hún birti á Instagram mynd af bikarasafni Casemiro, sem er ansi stórt. Casemiro hefur unnið mikinn fjölda titla á sínum ferli og þar standa upp úr fimm Evrópumeistaratitlar.Instagram/@annamarianacasemiro Casemiro hefur unnið titla bæði árin sín með United, fyrst deildabikarmeistaratitil og svo bikarmeistaratitilinn síðasta vor. Áður var hann afar sigursæll með Real Madrid og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og Spánarmeistaratitilinn þrisvar. Þá vann hann Copa América með brasilíska landsliðinu árið 2019. Það breytir því ekki að mikill fjöldi stuðningsmanna United hefur kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Casemiro láti gott heita – verði seldur eða hreinlega leggi skóna á hilluna. Hann var orðaður við félög í Sádi-Arabíu í sumar en félagaskiptaglugginn þar lokast í dag.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira