56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:10 Víkingar spila leiki fram að jólum en þurfa ekki að ferðast neitt á meðan þeir klára Bestu deildina. Vísir/Diego Á föstudaginn kom í ljós hverjir verða mótherjar Íslandsmeistara Víkings í Sambandsdeildinni í vetur og nú er jafnframt komið í ljós hvenær Víkingar spila þessa sex leiki sína. Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc) Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira
Víkingar eru aðeins annað íslenska félagið í sögunni til að komast alla leið í Sambandsdeildina en deildin hefur tekið miklum breytingum frá því að Blikarnir spiluðu í fjögurra liða riðli í fyrra. Að þessu sinni spila Víkingar við sex ólíka andstæðinga, þrjá á heimavelli og þrjá á útivelli. Víkingar spila þessa leiki frá byrjun október fram að jólum. Fyrri hluta þess tíma eru þeir einnig að spila í úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Fyrsti leikur Víkingsliðsins í Sambandsdeildinni verður á útivelli á móti Omonia frá Kýpur en hann fer fram 3. október. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst 22. september og Víkingar eiga að spila 29. september og 6. október eða sitt hvorum megin við þennan fyrsta leik þeirra. Næstu tveir leikir Víkinga í Sambandsdeildinni verða síðan á heimavelli, fyrst 24. október á móti Cercle Brugge frá Belgíu og svo 7. nóvember á móti Borac Banja Luka frá Bosníu. Það þýðir að næsti útileikur liðsins fer ekki fram fyrr en 28. nóvember eða löngu eftir að úrslitakeppni Bestu deildar karla lýkur. Lokumferð Íslandsmótsins á að fara fram 26. október. Alls líða því 56 dagar á milli útileikja Víkinga í Sambandsdeildinni og það verður því ekkert meira um löng ferðalög á meðan þeir klára Bestu deildina. Víkingar spila 28. nóvember á móti Noah úti í Armeníu og síðan verður síðasti heimaleikurinn á móti Djurgården 12. desember. Lokaleikurinn er síðan á útivelli á móti LASK frá Austurríki 19. desember. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Víkingur (@vikingurfc)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Í beinni: Arsenal - Monaco | Lið á sömu slóðum Í beinni: Juventus - Man. City | Tvö lið í tæpri stöðu „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Norðmenn mótmæla meingölluðum starfsháttum FIFA Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Arnar og Eiður Smári gætu sameinað krafta sína í Danmörku Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sjá meira