Beið í fleiri tíma og fékk ekki miða: „Það var miklu auðveldara að fá miða á Taylor Swift“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 23:56 Sædís Anna Jónsdóttir er ein þeirra sem beið í fleiri klukkutíma í röð. Segja má að miðasölukerfi Ticketmaster hafi verið við það að brenna yfirum þegar miðar á tónleikaröð Oasis fóru í sölu. Samsett/Getty/Yui Mok/PA Images Það varð uppselt á aðeins nokkrum klukkustundum á alla sautján fyrirhugaða tónleika bresku sveitarinnar Oasis sem kemur saman að nýju á næsta ári eftir áralangt hlé, en miðar á tónleikana fóru í sölu í morgun. Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís. Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Aðdáendur hljómsveitarinnar um allan heim börðust um miða á tónleikana í dag, og biðu í fleiri klukkustundir í röð til þess eins að komast inn í miðasölukerfið. Sumir voru heppnir en aðrir komu að tómum kofanum. Ein þeirra sem ekki hafði erindi sem erfiði er Sædís Anna Jónsdóttir, sem freistaði þess að ná miða á tónleikana og var komin í röð snemma í morgun. „Ég opnaði fyrir forvitni í morgun. Ég vaknaði og mundi að það væri miðasala í gangi þannig að ég opnaði miðasöluna og sofnaði svo aftur. Svo þegar ég vaknaði var ég ennþá bara í röð þannig ég ákvað að vera bara í röð í allan dag,“ segir Sædís í samtali við Vísi. Númer 340 þúsund í röðinni „Ég loksins kom inn um þrjú leytið og þá var allt orðið uppselt. Ég beið í fimm klukkutíma í röð til að komast inn á Ticketmaster, og þá þurfti ég að velja hvaða tónleika og þá var önnur röð þar,“ segir Sædís, en hún hafði reynt að ná miðum á eina tónleika sveitarinnar sem eru á dagskrá í Manchester. „Það voru 340 þúsund manns á undan mér þegar ég komst inn í Manchester röðina, á þessa tilteknu tónleika. Undir lokin gekk þetta nokkuð hratt en þá líka voru allir að koma að tómum kofanum.“ Aðspurð segir hún vonbrigðin þó vera hóflega mikil, eflaust séu harðari aðdáendur Oasis þarna úti sem séu sorgmæddari en hún yfir að ná ekki miða. „Ég var að koma af Taylor Swift tónleikum og það er ekkert að fara að toppa það,“ segir Sædís sem telur fyrirkomulagið við miðasöluna hjá Oasis ekki vera eins og best væri á kosið. Til að mynda hafi reynst mun auðveldara að kaupa miða á tónleika stórstjörnunnar Taylor Swift. „Það var miklu auðveldara, það var miklu betra fyrirkomulag. Ég keypti í þrígang, í þremur hollum, þegar ég keypti miðana á Taylor og það tók innan við helminginn af tímanum sem þetta tók í dag,“ segir Sædís.
Tónlist Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira