Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Ævintýraleg endurkoma Víkinga og Valur stimplar sig út Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 21:19 Stúkan fagnaði vel þegar Víkingar skoruðu sigurmarkið Vísir/Pawel Víkingur vann í kvöld ótrúlegan endurkomusigur á Val í Bestu deild karla. Valsmenn misstu niður tveggja marka forskot á örskömmum tíma og stimpluðu sig út úr titilbaráttunni. Stórleikur 21. umferðarinnar í Bestu deildinni fór fram í Víkinni í kvöld þegar Víkingar tóku á móti. Þeir sem mættu á heimavöll hamingjunnar í kvöld fengu allt fyrir peninginn í dag því leikurinn var hin besta skemmtun og gríðarlega tíðindamikill. Leikurinn var einungis 20 mínútna gamall þegar Aron Elís Þrándarson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fimm mínútum síðar kom Gylfi Þór Sigurðsson Val yfir eftir að hafa fylgt eftir skalla Patriks Pedersen sem söng í stönginni. Gylfi var réttur maður á réttum stað og setti boltann örugglega í markið. Aron Elís fékk rautt spjald eftir tuttugur mínútna leik.Vísir/Pawel Víkingar því orðnir einum manni færri og lentir yfir. Holan því strax orðin djúp fyrir heimamenn en Valsarar í sjöunda himni. Gestirnir bættu í forystuna eftir 33 mínútur en þá var það Tarik Ibrahimagic sem varð fyrir því óláni að skora í sitt eigið mark. Eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Mark Antonssyni. Víkingar sóttu hart að Völsurum undir lok hálfleiksins en það dugði ekki til og fóru Valsarar með 2-0 stöðu í hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu.Vísir/Pawel Veislan var rétt að byrja. Eftir 65 mínútur fékk Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmaður Vals beint rautt spjald eftir að hafa brotið harkalega á Daniejl Djuric. Við það voru liðin jöfn á vellinum en augnablikið snerist algjörlega. Víkingar minnka muninn úr aukaspyrnunni eftir rauða spjaldið. Það var Aron Jóhannsson sem skoraði sjálfsmark. Það var líkt og allur Fossvogurinn lifnaði við. Allir í stúkunni stóðu upp og það var alveg ljóst fyrir hverja hræðu á vellinum að það var eitthvað merkilegt að fara að gerast. Vísir/Pawel Stuttu síðar jöfnuðu Víkingar og var það fyrrnefndur Tarik sem skoraði með skalla og bætti þar með upp fyrir sjálfsmarkið sitt. Heimamenn fullkomnuðu svo endurkomu sína á 82 mínútu þegar Valdimar Þór Ingimundarson tók ótrúlegan sprett upp nánast allan völlinn og renndi boltanum útá hægri kantinn þar sem Karl Friðleifur settu hættulega fyrirgjöf fyrir teiginn. Þar var Ari Sigurpálsson sem setti boltann í autt markið. Víkingar búnir að snúa leiknum sér í hag, 3-2. Tarik Ibrahimagic skorar hér jöfnunarmark Víkinga.Vísir/Pawel Fleiri mörk komu ekki þrátt fyrir að Valsmenn hafi hafi þjarmað að Víkingum í lokin. Sigur Víkinga staðreynd sem halda þar með í við Breiðablik í toppbaráttunni. Valsmenn sofa líklega lítið í nótt. Þeir voru með unninn leik og í raun stjórn á leiknum. Það var eins og sjálfstraust liðsins færi úr 100 niður í núll eftir fyrsta mark Víkinga. Ljóst er að með tapinu stimplaði Valur sig úr baráttunni um efsta sætið. Valsmenn eru ellefu stigum frá toppnum þegar sex umferðir eru eftir og nánast útilokað að bæði efstu liðin tapi svo mörgum stigum. Hart barist í Fossvoginum.Vísir/Pawel Það var ekki að sjá á Víkingum að liðið væri nýlent frá Andorra og búið að spila böns af leikjum síðustu vikur. Liðið tvíefldist í seinni hálfleik og áttu sigurinn skilið eftir frammistöðu leiksins. Atvik leiksins Hólmar Örn fékk rautt í seinni hálfleik leiknum. Hann fór í ansi klaufalega tæklingu rétt fyrir utan vítateig Víkinga. Þetta breytti algjörlega taktinum í leiknum og sló Valsara nokkuð. Þeir fengu mark í andlitið fljótlega eftir þetta og þar með komnir á afturfæturnar. Þetta sneri leiknum algjörlega og kom Víkingum á bragðið. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson var öflugur í dag líkt og síðustu vikur. Hann vann endalaust og skapaði svo þriðja markið algjörlega með sprett sínum upp völlinn. Maður leiksins var hinsvegar Tarik Ibrahimagic sem var stórkostlegur. Hann var sívinnandi og lúsiðinn. Hann vann helling af boltnum og henti sér fyrir einhverja 3-4 bolta þegar Valsmenn voru komnir í skotfæri. Þetta kórónar hann svo með glæsilegu marki. Valsari fær flugferð og Niko Hansen fylgist með.Vísir/Pawel Hjá Val var Gylfi Þór góður, alltaf hætta þegar hann var á boltanum og vann mikið aftur fyrir liðið. Vörnin var öflug framan af en hrundi algjörlega þegar Hólmar fór útaf með rautt spjald. Á sama tíma höfum við oft séð kantmenn Vals betri. Þeir Jónatan og Tryggvi voru í algjörum vandræðum og sköpuðu sér ákaflega lítið. Dómarinn Dagsverkið var ansi strembið hjá Sigurði Hirti og félögum í dómarateymi dagsins. Leikurinn var ansi harður og mikið um vafaatriði. Sigurður komst ágætlega frá verkinu, flest öll stóru atriðin voru að ég held rétt. Fyrir utan klára vítaspyrnu sem Valur átti að fá í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Víkinga. Sigurður Hjörtur Þrastarson stóð í ströngu.Vísir/Pawel Auk þess mátti Aron Jóhannsson vera þakklátur fyrir að haldast inná vellinum í seinni hálfleik þegar hann sparkar aftaní Tarik Ibrahimagic og hefði átt að fá rautt spjald. Það var mikið af atriðum sem hægt er að taka til en flest voru þau rétt. Samt sem áður var dómarinn kannski full fyrirferðar mikill í svo stórum leik og missti svolítið tökin á hitum á köflum. Stemning og umgjörð Umgjörð Víkinga er til fyrirmyndar, það breyttist ekki í dag. Vel gert við blaðamenn og áhorfendur. Stemmningin í Víkinni eftir að Víkingar skora var svo mögnuð, hreint út sagt. Það var mikið og gott andrúmsloft sem toppaði svo í lokin þegar brutust út mikil fagnaðarlæti er dómarinn flautaði af. Viðtöl: Tarik: Nýt þess að spila á þessu sviði Víkingur hélt áfram í við Breiðablik á toppi Bestu deildarinnar eftir 3-2 sigur á Val í stórleik dagsins. Víkingar lentu 0-2 undir í fyrri hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu sigur í einum af leikjum sumarsins. Tarik Ibrahimagic leikmaður Víkinga var frábær í sigrinum og ræddi við Vísi strax eftir leik. „Stórkostlegt. Það er ekki hægt að skrifa þetta betur. Að vera 0-2 undir og einum manni færri og snúa því í 3-2 á móti Valur þegar bæði lið eru að berjast um toppinn, magnað.“ sagði Tarik um tilfinninguna eftir leik. Víkingar fagna marki Tarik Ibrahimagic.Vísir/Pawel Valsarar leiddu 0-2 í hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís fékk rautt spjald fyrir Víkinga. Tarik sagði skilaboðin hafa verið einföld frá þjálfarateyminu í hálfleik. „Að hafa trú á þessu. Við vorum betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera einum manni færri og fengum færi. Það gaf okkur trú í hálfleiknum. Þú sást það, við héldum trúnni og skoruðum þrjú mörk.“ Tarik skoraði tvö mörk í dag, annað í eigin mark og það seinna með frábærum skalla er hann jafnaði leikinn fyrir Víkinga. Hann viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi að skora sjálfsmark. „Hugsaði bara að gleyma þessu hratt. Það var bara óheppni, Viktor (Örlygur) snerti hann aðeins og hann fer í mig og í markið. Ég byrjaði leikinn vel þannig ég hafði sjálfstraust og trú eftir fyrri hálfleikinn.“ sagði Tarik og bætti við um markið sem hann skoraði í rétt mark. Tarik fagnar marki sínu.Vísir/Pawel „Magnað! Mér fannst ég skulda þeim þetta aðeins. Fyrsta markið mitt fyrir Víking í svo mikilvægum leik er frábært og ég er mjög hamingjusamur.“ Tarik átti frábæran leik í dag. Vann gríðarlega vel fyrir liðið og kórónaði frammistöðuna með markinu. „Ég elska þetta. Þetta er ástæðan fyrir að ég spila fótbolta, ég elska stóru leikina þar sem maður er með fiðrildi í maganum fyrir leikinn. Ég nýt þess að spila á þessu sviði.“ sagði Tarik og bætti við um framhaldið hjá Víkingum. „Við vinnum alla leiki. Við viljum vinna allt sem er eftir, deildina og bikarinn“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur
Víkingur vann í kvöld ótrúlegan endurkomusigur á Val í Bestu deild karla. Valsmenn misstu niður tveggja marka forskot á örskömmum tíma og stimpluðu sig út úr titilbaráttunni. Stórleikur 21. umferðarinnar í Bestu deildinni fór fram í Víkinni í kvöld þegar Víkingar tóku á móti. Þeir sem mættu á heimavöll hamingjunnar í kvöld fengu allt fyrir peninginn í dag því leikurinn var hin besta skemmtun og gríðarlega tíðindamikill. Leikurinn var einungis 20 mínútna gamall þegar Aron Elís Þrándarson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Fimm mínútum síðar kom Gylfi Þór Sigurðsson Val yfir eftir að hafa fylgt eftir skalla Patriks Pedersen sem söng í stönginni. Gylfi var réttur maður á réttum stað og setti boltann örugglega í markið. Aron Elís fékk rautt spjald eftir tuttugur mínútna leik.Vísir/Pawel Víkingar því orðnir einum manni færri og lentir yfir. Holan því strax orðin djúp fyrir heimamenn en Valsarar í sjöunda himni. Gestirnir bættu í forystuna eftir 33 mínútur en þá var það Tarik Ibrahimagic sem varð fyrir því óláni að skora í sitt eigið mark. Eftir frábæran undirbúning hjá Bjarna Mark Antonssyni. Víkingar sóttu hart að Völsurum undir lok hálfleiksins en það dugði ekki til og fóru Valsarar með 2-0 stöðu í hálfleikinn. Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu.Vísir/Pawel Veislan var rétt að byrja. Eftir 65 mínútur fékk Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmaður Vals beint rautt spjald eftir að hafa brotið harkalega á Daniejl Djuric. Við það voru liðin jöfn á vellinum en augnablikið snerist algjörlega. Víkingar minnka muninn úr aukaspyrnunni eftir rauða spjaldið. Það var Aron Jóhannsson sem skoraði sjálfsmark. Það var líkt og allur Fossvogurinn lifnaði við. Allir í stúkunni stóðu upp og það var alveg ljóst fyrir hverja hræðu á vellinum að það var eitthvað merkilegt að fara að gerast. Vísir/Pawel Stuttu síðar jöfnuðu Víkingar og var það fyrrnefndur Tarik sem skoraði með skalla og bætti þar með upp fyrir sjálfsmarkið sitt. Heimamenn fullkomnuðu svo endurkomu sína á 82 mínútu þegar Valdimar Þór Ingimundarson tók ótrúlegan sprett upp nánast allan völlinn og renndi boltanum útá hægri kantinn þar sem Karl Friðleifur settu hættulega fyrirgjöf fyrir teiginn. Þar var Ari Sigurpálsson sem setti boltann í autt markið. Víkingar búnir að snúa leiknum sér í hag, 3-2. Tarik Ibrahimagic skorar hér jöfnunarmark Víkinga.Vísir/Pawel Fleiri mörk komu ekki þrátt fyrir að Valsmenn hafi hafi þjarmað að Víkingum í lokin. Sigur Víkinga staðreynd sem halda þar með í við Breiðablik í toppbaráttunni. Valsmenn sofa líklega lítið í nótt. Þeir voru með unninn leik og í raun stjórn á leiknum. Það var eins og sjálfstraust liðsins færi úr 100 niður í núll eftir fyrsta mark Víkinga. Ljóst er að með tapinu stimplaði Valur sig úr baráttunni um efsta sætið. Valsmenn eru ellefu stigum frá toppnum þegar sex umferðir eru eftir og nánast útilokað að bæði efstu liðin tapi svo mörgum stigum. Hart barist í Fossvoginum.Vísir/Pawel Það var ekki að sjá á Víkingum að liðið væri nýlent frá Andorra og búið að spila böns af leikjum síðustu vikur. Liðið tvíefldist í seinni hálfleik og áttu sigurinn skilið eftir frammistöðu leiksins. Atvik leiksins Hólmar Örn fékk rautt í seinni hálfleik leiknum. Hann fór í ansi klaufalega tæklingu rétt fyrir utan vítateig Víkinga. Þetta breytti algjörlega taktinum í leiknum og sló Valsara nokkuð. Þeir fengu mark í andlitið fljótlega eftir þetta og þar með komnir á afturfæturnar. Þetta sneri leiknum algjörlega og kom Víkingum á bragðið. Stjörnur og skúrkar Valdimar Þór Ingimundarson var öflugur í dag líkt og síðustu vikur. Hann vann endalaust og skapaði svo þriðja markið algjörlega með sprett sínum upp völlinn. Maður leiksins var hinsvegar Tarik Ibrahimagic sem var stórkostlegur. Hann var sívinnandi og lúsiðinn. Hann vann helling af boltnum og henti sér fyrir einhverja 3-4 bolta þegar Valsmenn voru komnir í skotfæri. Þetta kórónar hann svo með glæsilegu marki. Valsari fær flugferð og Niko Hansen fylgist með.Vísir/Pawel Hjá Val var Gylfi Þór góður, alltaf hætta þegar hann var á boltanum og vann mikið aftur fyrir liðið. Vörnin var öflug framan af en hrundi algjörlega þegar Hólmar fór útaf með rautt spjald. Á sama tíma höfum við oft séð kantmenn Vals betri. Þeir Jónatan og Tryggvi voru í algjörum vandræðum og sköpuðu sér ákaflega lítið. Dómarinn Dagsverkið var ansi strembið hjá Sigurði Hirti og félögum í dómarateymi dagsins. Leikurinn var ansi harður og mikið um vafaatriði. Sigurður komst ágætlega frá verkinu, flest öll stóru atriðin voru að ég held rétt. Fyrir utan klára vítaspyrnu sem Valur átti að fá í fyrri hálfleik þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Víkinga. Sigurður Hjörtur Þrastarson stóð í ströngu.Vísir/Pawel Auk þess mátti Aron Jóhannsson vera þakklátur fyrir að haldast inná vellinum í seinni hálfleik þegar hann sparkar aftaní Tarik Ibrahimagic og hefði átt að fá rautt spjald. Það var mikið af atriðum sem hægt er að taka til en flest voru þau rétt. Samt sem áður var dómarinn kannski full fyrirferðar mikill í svo stórum leik og missti svolítið tökin á hitum á köflum. Stemning og umgjörð Umgjörð Víkinga er til fyrirmyndar, það breyttist ekki í dag. Vel gert við blaðamenn og áhorfendur. Stemmningin í Víkinni eftir að Víkingar skora var svo mögnuð, hreint út sagt. Það var mikið og gott andrúmsloft sem toppaði svo í lokin þegar brutust út mikil fagnaðarlæti er dómarinn flautaði af. Viðtöl: Tarik: Nýt þess að spila á þessu sviði Víkingur hélt áfram í við Breiðablik á toppi Bestu deildarinnar eftir 3-2 sigur á Val í stórleik dagsins. Víkingar lentu 0-2 undir í fyrri hálfleik en sneru taflinu við í seinni hálfleik og unnu sigur í einum af leikjum sumarsins. Tarik Ibrahimagic leikmaður Víkinga var frábær í sigrinum og ræddi við Vísi strax eftir leik. „Stórkostlegt. Það er ekki hægt að skrifa þetta betur. Að vera 0-2 undir og einum manni færri og snúa því í 3-2 á móti Valur þegar bæði lið eru að berjast um toppinn, magnað.“ sagði Tarik um tilfinninguna eftir leik. Víkingar fagna marki Tarik Ibrahimagic.Vísir/Pawel Valsarar leiddu 0-2 í hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís fékk rautt spjald fyrir Víkinga. Tarik sagði skilaboðin hafa verið einföld frá þjálfarateyminu í hálfleik. „Að hafa trú á þessu. Við vorum betri í fyrri hálfleik þrátt fyrir að vera einum manni færri og fengum færi. Það gaf okkur trú í hálfleiknum. Þú sást það, við héldum trúnni og skoruðum þrjú mörk.“ Tarik skoraði tvö mörk í dag, annað í eigin mark og það seinna með frábærum skalla er hann jafnaði leikinn fyrir Víkinga. Hann viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi að skora sjálfsmark. „Hugsaði bara að gleyma þessu hratt. Það var bara óheppni, Viktor (Örlygur) snerti hann aðeins og hann fer í mig og í markið. Ég byrjaði leikinn vel þannig ég hafði sjálfstraust og trú eftir fyrri hálfleikinn.“ sagði Tarik og bætti við um markið sem hann skoraði í rétt mark. Tarik fagnar marki sínu.Vísir/Pawel „Magnað! Mér fannst ég skulda þeim þetta aðeins. Fyrsta markið mitt fyrir Víking í svo mikilvægum leik er frábært og ég er mjög hamingjusamur.“ Tarik átti frábæran leik í dag. Vann gríðarlega vel fyrir liðið og kórónaði frammistöðuna með markinu. „Ég elska þetta. Þetta er ástæðan fyrir að ég spila fótbolta, ég elska stóru leikina þar sem maður er með fiðrildi í maganum fyrir leikinn. Ég nýt þess að spila á þessu sviði.“ sagði Tarik og bætti við um framhaldið hjá Víkingum. „Við vinnum alla leiki. Við viljum vinna allt sem er eftir, deildina og bikarinn“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti