Uppgjörið: FH - Stjarnan 0-3 | Stjarnan fór langleiðina með að tryggja sæti í efri hlutanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 16:15 Stjarnan vann mikilvægan sigur í kvöld. vísir/Diego Stjarnan vann sterkan og mikilvægan 3-0 sigur er liðið heimsótti FH í 21. umferð Bestu-deildar í kvöld. Þær voru heldur rólegar upphafsmínúturnar á Kaplakrikavelli og hvorugu liðinu tókst að skapa sér færi framan af leik. FH-ingar fengu reyndar besta færi fyrri hálfleiksins á 17. mínútu þegar Sigurður Bjartur slapp einn í gegn, en Árni Snær gerði vel í markinu og kæfði færið í fæðingu. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að færa sig meira og meira upp á skaftið og sköpuðu sér nokkur ágætisfæri. Árni Snær greip hins vegar vel inn í þegar það átti við og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo mun fjörugri en sá fyrri. FH-ingar héldu áfram að ógna marki Stjörnumanna, en það voru þó gestirnir frá Garðabænum sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Eftir rétt rúmlega klukkutíma leik kom Óli Valur Ómarsson sér í skotstöðu af um það bil 25 metra færi og lét vaða. Sindri Kristinn var í boltanum, en það dugði ekki til, og hann söng í netinu. Eftir markið kom meira jafnvægi á leikinn og færunum fækkaði. Þess í stað fór tæklingunum að fjölga og hiti færðist í leikinn. Það var svo á 79. mínútu að það dró til tíðinda á ný. Ísak Óli Ólafsson gerðist þá sekur um slæm mistök í vörn FH og gaf boltann frá sér á hættulegum stað. Guðmundur Baldvin Nökkvason þakkaði kærlega fyrir sig og þrumaði boltanum úr D-boganum og upp í þaknetið. Óverjandi fyrir Sindra í markinu. Mönnum var áfram heitt í hamsi og nokkur gul spjöld fóru á loft. FH-ingum tókst þó ekki að snúa dæminu við, en þess í stað bætti Emil Atlason þriðja marki Stjörnunnar við í uppbótartíma og Stjörnumenn unnu að lokum mikilvægan 3-0 sigur. Með sigrinum fer Stjarnan langleiðina með að tryggja sér sæti í efri hluta deildarinnar og ef Fram nær ekki að vinna HK í kvöld er sæti Stjörnumanna tryggt. Atvik leiksins Markið sem Óli Valur skoraði fyrir Stjörnuna eftir rétt rúmlega klukkutíma leik er atvik leiksins. Það var lítið sem benti til þess að Stjarnan væri líkleg til afreka fram að markinu, sem kom ein og þruma úr heiðskýru lofti og var í þokkabót stórglæsilegt. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru klárlega stjörnur eftir leik kvöldsins. Tvö glæsileg mörk gegn gangi leiksins sem tryggðu Stjörnumönnum mikilvæg stig. Þá fær Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, einnig hrós fyrir sinn þátt í sigrinum, en hann varði oft og tíðum vel og greip inn í þegar Stjörnumenn þurftu a honum að halda. Skúrkarnir koma úr liði FH og eru nokkrir sem geta nagað sig í handabökin eftir leik kvöldsins. FH-ingar fengu nóg af góðum stöðum til að skapa sér alvöru marktækifæri og þá er Ísak Óli Ólafsson líklega ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa gefið frá sér boltann í aðdraganda annars marks Stjörnunnar. Dómarinn Pétur Guðmundsson og hans teymi fengu nokkuð erfitt verkefni í kvöld. Eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik fór að færast hiti í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og nokkrum sinnum leit út fyrir að dómarateymið væri að missa leikinn upp í spól. Þegar horft er til baka hefði Pétur líklega getað veifað gula spjaldinu mun oftar, en flest vafaatriðin féllu þó réttu megin. Stemning og umgjörð Oft hefur verið betur mætt á Kaplakrikavöll, en eftir því sem færðist meiri og meiri hiti í leikinn urðu áhorfendur háværari og háværari. Umgjörðin í Krikanum var svo eins og svo oft áður til fyrirmyndar. Besta deild karla FH Stjarnan
Stjarnan vann sterkan og mikilvægan 3-0 sigur er liðið heimsótti FH í 21. umferð Bestu-deildar í kvöld. Þær voru heldur rólegar upphafsmínúturnar á Kaplakrikavelli og hvorugu liðinu tókst að skapa sér færi framan af leik. FH-ingar fengu reyndar besta færi fyrri hálfleiksins á 17. mínútu þegar Sigurður Bjartur slapp einn í gegn, en Árni Snær gerði vel í markinu og kæfði færið í fæðingu. Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn fóru heimamenn að færa sig meira og meira upp á skaftið og sköpuðu sér nokkur ágætisfæri. Árni Snær greip hins vegar vel inn í þegar það átti við og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo mun fjörugri en sá fyrri. FH-ingar héldu áfram að ógna marki Stjörnumanna, en það voru þó gestirnir frá Garðabænum sem urðu fyrri til að brjóta ísinn. Eftir rétt rúmlega klukkutíma leik kom Óli Valur Ómarsson sér í skotstöðu af um það bil 25 metra færi og lét vaða. Sindri Kristinn var í boltanum, en það dugði ekki til, og hann söng í netinu. Eftir markið kom meira jafnvægi á leikinn og færunum fækkaði. Þess í stað fór tæklingunum að fjölga og hiti færðist í leikinn. Það var svo á 79. mínútu að það dró til tíðinda á ný. Ísak Óli Ólafsson gerðist þá sekur um slæm mistök í vörn FH og gaf boltann frá sér á hættulegum stað. Guðmundur Baldvin Nökkvason þakkaði kærlega fyrir sig og þrumaði boltanum úr D-boganum og upp í þaknetið. Óverjandi fyrir Sindra í markinu. Mönnum var áfram heitt í hamsi og nokkur gul spjöld fóru á loft. FH-ingum tókst þó ekki að snúa dæminu við, en þess í stað bætti Emil Atlason þriðja marki Stjörnunnar við í uppbótartíma og Stjörnumenn unnu að lokum mikilvægan 3-0 sigur. Með sigrinum fer Stjarnan langleiðina með að tryggja sér sæti í efri hluta deildarinnar og ef Fram nær ekki að vinna HK í kvöld er sæti Stjörnumanna tryggt. Atvik leiksins Markið sem Óli Valur skoraði fyrir Stjörnuna eftir rétt rúmlega klukkutíma leik er atvik leiksins. Það var lítið sem benti til þess að Stjarnan væri líkleg til afreka fram að markinu, sem kom ein og þruma úr heiðskýru lofti og var í þokkabót stórglæsilegt. Stjörnur og skúrkar Markaskorararnir Óli Valur og Guðmundur Baldvin eru klárlega stjörnur eftir leik kvöldsins. Tvö glæsileg mörk gegn gangi leiksins sem tryggðu Stjörnumönnum mikilvæg stig. Þá fær Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, einnig hrós fyrir sinn þátt í sigrinum, en hann varði oft og tíðum vel og greip inn í þegar Stjörnumenn þurftu a honum að halda. Skúrkarnir koma úr liði FH og eru nokkrir sem geta nagað sig í handabökin eftir leik kvöldsins. FH-ingar fengu nóg af góðum stöðum til að skapa sér alvöru marktækifæri og þá er Ísak Óli Ólafsson líklega ósáttur við sjálfan sig eftir að hafa gefið frá sér boltann í aðdraganda annars marks Stjörnunnar. Dómarinn Pétur Guðmundsson og hans teymi fengu nokkuð erfitt verkefni í kvöld. Eftir heldur tíðindalítinn fyrri hálfleik fór að færast hiti í leikinn eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og nokkrum sinnum leit út fyrir að dómarateymið væri að missa leikinn upp í spól. Þegar horft er til baka hefði Pétur líklega getað veifað gula spjaldinu mun oftar, en flest vafaatriðin féllu þó réttu megin. Stemning og umgjörð Oft hefur verið betur mætt á Kaplakrikavöll, en eftir því sem færðist meiri og meiri hiti í leikinn urðu áhorfendur háværari og háværari. Umgjörðin í Krikanum var svo eins og svo oft áður til fyrirmyndar.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti