Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:22 James Tarkowski trúir ekki sínum eigin augum eftir tap Everton gegn Bournemouth. Vísir/Getty Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Everton fer ekki vel af stað í enska boltanum þetta tímabilið. Liðið tapaði 3-0 gegn Brighton á heimavelli í fyrstu umferðinni og síðan 4-0 gegn Tottenham í annarri umferðinni. Í dag gegn Bournemouthe leit reyndar lengi vel út fyrir að lærisveinar Sean Dyche myndu ná að snúa blaðinu við. Eftir 0-0 stöðu í hálfleik komu reynsluboltarnir Michael Keane og Dominic Calvert-Lewin Everton í 2-0 með mörkum á 50. og 57. mínútu. Þannig var staðan staðan allt þar til þrjár mínútur voru til leikskoka. Þá minnkaði Antoine Semenyo muninn fyrir gestina og þegar komið var fram í uppbótartíma jafnaði Lewis Cook metin. Gestirnir létu hins vegar ekki þar við sitja. Luis Sinisterra skoraði sigurmarkið á fjórðu mínútu uppbótartíma og tryggði Bournemouth ótrúlegan sigur en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni á tímabilinu. Góður sigur Villa og Hákon Rafn sat á bekknum Í Leicester tóku heimamenn á móti Aston Villa. Amadou Onana kom Villa yfir eftir sniðuga útfærslu á aukaspyrnu þar sem Youri Tielemans og Ollie Watkins unnu vel saman. Jhon Duran kom Villa í 2-0 í síðari hálfleik aðeins þremur mínútum eftir að hann kom inn sem varamaður fyrir Watkins. Facundo Buonanotte minnkaði muninn fyrir Leicester sem komust þó ekki lengra og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Jhon Duran skoraði gott skallamark fyrir Aston Villa í dag.Vísir/Getty Nýliðar Ipswich náðu hins vegar í sitt fyrsta stig á tímabilinu þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Fulham á heimavelli. Heimamenn komust yfir á 15. mínútu með marki Liam Delap en Adama Traore jafnaði metin fyrir Fulham á 32. mínútu. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki og urðu því að sættast á jafnan hlut. Þá vann Brentford sinn annan leik á tímabilinu þegar liðið tók á móti Southampton á heimavelli. Bryan Mbuemo skoraði tvö mörk í sitt hvorum hálfleiknum og Youane Wissa kom heimamönnum í 3-0 með marki á 69. mínútu. Yukinari Sugawara skoraði sárabótamark fyrir Southampton í uppbótartíma sem var að tapa sínum þriðja leik í jafnmörgum leikjum. Bryan Mbuemo átti góðan leik í dag og skoraði tvö mörk fyrir Brentford.Vísir/Getty Hákon Rafn Valdimarsson sat allan tímann á bekk Brentford eftir góða frammistöðu í vikunni í deildabikarnum.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira