Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri þá er það í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2024 12:44 Sigrún Bender, flugstjóri á Boeing 737 MAX hjá Icelandair: „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur.“ Egill Aðasteinsson „Miðað við stærð þjóðar þá erum við með mjög marga flugmenn á Íslandi og gríðarlega mikinn flugrekstur,“ segir Sigrún Bender, flugstjóri hjá Icelandair, í viðtali í þáttaröðinni Flugþjóðin, sem hefur göngu sína á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 2. september. Flugþjóðin er ný þáttaröð þar sem fjallað er um flugstarfsemi Íslendinga en meðal fárra þjóða skipar flugið jafn stóran sess í samfélaginu, bæði sem atvinnuvegur og áhugamál. Fyrsti þátturinn, Upphafsárin, fjallar um fyrstu tilraunir Íslendinga til stofnunar flugfélags, árið 1919 og næst árið 1928, og þá draumsýn upphafsmanna að gera flugið að raunhæfum samgöngumáta þjóðarinnar. Það heppnaðist þó ekki fyrr en í þriðju tilraun árið 1937, með stofnun Flugfélags Akureyrar, sem markar upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi. Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða: „Flugstarfsemin á Íslandi skilar mjög miklu til þjóðarbúsins, meira en í flestum öðrum löndum.”Ólafur Rögnvaldsson „Við erum mikil flugþjóð og höfum verið í raun í áratugi,” segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og flugmaður hjá Icelandair. „Flugstarfsemin á Íslandi skilar mjög miklu til þjóðarbúsins, meira en í flestum öðrum löndum,” segir Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða og stjórnarformaður Icelandair. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason Annað dæmi er umfangsmikil alþjóðastarfsemi Air Atlanta, sem sinnir fjölbreyttu farþega- og fraktflugi á breiðþotum víða um heim. „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima,” segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Gyða Þórhallsdóttir, fyrrverandi flugfreyja hjá Loftleiðum.Egill Aðalsteinsson „Við erum fyrsta kynslóðin sem gerir þetta starf að ævistarfi,“ segir Gyða Þórhallsdóttir, ein af Áttunum, félagsskap fyrrverandi flugfreyja hjá Loftleiðum, en í þáttunum er rætt við fólk úr hinum ólíku geirum flugsins, bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn, en einnig fólk sem hefur flugið að áhugamáli. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux, í viðhaldsskýli félagsins í Lúxemborg: „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum.“Egill Aðalsteinsson Við kynnumst íslensku flugfélögunum og flugstarfsemi innanlands en einnig flugútrás landsmanna í gegnum tíðina, eins og flugnýlenduninni í Lúxemborg, en þar byggðu Íslendingar upp flugfélagið Cargolux. „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum,“segir Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux. Pétur P. Johnson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Flug: „Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri, þá er það í dag.”Egill Aðalsteinsson „Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri, þá er það í dag,” segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson, fyrrum ritstjóri tímaritsins Flugs, Hér má sjá kynningarstiklu fyrir Flugþjóðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Söfn Icelandair Play Air Atlanta Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Boeing Airbus Lúxemborg Tengdar fréttir Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu. 2. apríl 2023 06:21 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Flugþjóðin er ný þáttaröð þar sem fjallað er um flugstarfsemi Íslendinga en meðal fárra þjóða skipar flugið jafn stóran sess í samfélaginu, bæði sem atvinnuvegur og áhugamál. Fyrsti þátturinn, Upphafsárin, fjallar um fyrstu tilraunir Íslendinga til stofnunar flugfélags, árið 1919 og næst árið 1928, og þá draumsýn upphafsmanna að gera flugið að raunhæfum samgöngumáta þjóðarinnar. Það heppnaðist þó ekki fyrr en í þriðju tilraun árið 1937, með stofnun Flugfélags Akureyrar, sem markar upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi. Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða: „Flugstarfsemin á Íslandi skilar mjög miklu til þjóðarbúsins, meira en í flestum öðrum löndum.”Ólafur Rögnvaldsson „Við erum mikil flugþjóð og höfum verið í raun í áratugi,” segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands og flugmaður hjá Icelandair. „Flugstarfsemin á Íslandi skilar mjög miklu til þjóðarbúsins, meira en í flestum öðrum löndum,” segir Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða og stjórnarformaður Icelandair. Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta.Sigurjón Ólason Annað dæmi er umfangsmikil alþjóðastarfsemi Air Atlanta, sem sinnir fjölbreyttu farþega- og fraktflugi á breiðþotum víða um heim. „Það er gríðarleg þekking og sérhæfing á flugi hérna heima,” segir Baldvin Már Hermannsson, forstjóri Air Atlanta. Gyða Þórhallsdóttir, fyrrverandi flugfreyja hjá Loftleiðum.Egill Aðalsteinsson „Við erum fyrsta kynslóðin sem gerir þetta starf að ævistarfi,“ segir Gyða Þórhallsdóttir, ein af Áttunum, félagsskap fyrrverandi flugfreyja hjá Loftleiðum, en í þáttunum er rætt við fólk úr hinum ólíku geirum flugsins, bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn, en einnig fólk sem hefur flugið að áhugamáli. Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux, í viðhaldsskýli félagsins í Lúxemborg: „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum.“Egill Aðalsteinsson Við kynnumst íslensku flugfélögunum og flugstarfsemi innanlands en einnig flugútrás landsmanna í gegnum tíðina, eins og flugnýlenduninni í Lúxemborg, en þar byggðu Íslendingar upp flugfélagið Cargolux. „Það byrjar í raun sem verkefni frá Loftleiðum,“segir Brynjar Örn Sveinjónsson, yfirflugstjóri Cargolux. Pétur P. Johnson, fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Flug: „Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri, þá er það í dag.”Egill Aðalsteinsson „Þegar við tölum um íslenskt flugævintýri, þá er það í dag,” segir flugáhugamaðurinn Pétur P. Johnson, fyrrum ritstjóri tímaritsins Flugs, Hér má sjá kynningarstiklu fyrir Flugþjóðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Söfn Icelandair Play Air Atlanta Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Boeing Airbus Lúxemborg Tengdar fréttir Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47 Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33 Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu. 2. apríl 2023 06:21 Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta. 11. júlí 2024 21:42
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Var stórhissa á því hvað pabbi hafði gert mikið „Við stöndum að eilífu í þakkarskuld við þessa frumkvöðla,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra í ávarpi við opnun sýningar í tilefni 80 ára afmælis Loftleiða. Með uppbyggingu á fluginu með Ísland sem tengimiðstöð hefðu þeir lagt grunninn að þeirri öflugu ferðaþjónustu sem til væri orðin í landinu. 9. mars 2024 07:47
Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi. 2. október 2023 21:33
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03
Flugfreyjur í stuttum pilsum þurftu að teygja sig upp Þær byrjuðu margar að fljúga á árunum upp úr 1960 og voru fyrsta kynslóðin sem gerði flugfreyjustarfið að ævistarfi. Þær halda enn hópinn, sem telur meira að segja fyrrverandi forsætisráðherra, og rifja upp gamlar sögur úr fluginu. 2. apríl 2023 06:21
Í þessum hópi ræða menn um bilaða flugvélahreyfla Svo vænt þykir fyrrverandi starfsmönnum Loftleiða um sitt gamla félag að þeir halda úti sérstökum aðdáendaklúbbi. Þar lifir enn gamli Loftleiðandinn þar sem öldungar rifja upp glæsta tíma í flugsögunni. 7. janúar 2023 21:10