„Þetta er næsta skref“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:43 John Andrews, þjálfari Víkings, tók fullt af jákvæðum hlutum út úr 4-0 tapi sinna kvenna gegn Breiðablik. Vísir/Diego „Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira
Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Sjá meira