Missti fótinn í hákarlaárás í fyrra en keppir á ÓL í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 08:32 Ali Truwit keppir á Ólympíumóti fatlaðra í ár aðeins rúmu ári eftir hryllilega hákarlaárás. @alitruwit Ólympíumót fatlaðra er farið í gang og meðal keppenda er bandaríska sundkonan Ali Truwit. Fyrir rúmu ári síðan hafði þó aldrei hvarflað að henni að keppa á Paralympics en svo tóku örlögin í taumana. Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a> Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Truwit keppir á Paralympics aðeins einu ári eftir að hún varð fyrir hryllilegri hákarlaárás í sumarfríi sínu. Ali var þá stödd ásamt vinkonum sínum í útskrifarferð á Turks- og Caicoseyjum sem eru suðaustan við Bahamaeyjar. Vinkonurnar voru að leika sér í sjónum þegar hákarl birtist allt í einu og réðst á þær. „Við reyndum að berjast á móti honum en fljótlega var hákarlinn kominn með fótinn minn upp í kjaftinn,“ lýsir Truwit í viðtali við ABC. @abcnews Ali var sú óheppna því hákarlinn beit af henni hluta fótarins. Henni tókst engu að síður að synda í land þaðan sem hún var síðan flutt með þyrlu á sjúkrahús. Missti fótinn á afmælisdaginn Læknarnir urðu á endanum að taka af henni fótinn. Hann var tekinn af fyrir neðan hné á 23 ára afmælisdeginum hennar. „Ég þurfti að læra að sitja á á ný og standa á ný. Læra að ganga og hlaupa,“ sagði Truwit. Hún fann líka ástríðu sína fyrir að synda. Hafði keppt í sundi í háskóla en nú var það sundið sem færði henni sjálfstraustið á nýjan leik. Hún byrjaði að synda með kút um sig miðja en náði fljótt valdi á sundinu með dugnaði og æfingum. Minna en ári eftir árásina var hún búin að vinna sér sæti í bandaríska keppnisliðinu á Ólympíumóti fatlaðra í París. Miklu sterkari en við höldum „Í byrjun vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfri mér að það sem gerðist fyrir mig myndi ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem elska að gera,“ sagði Truwit. „Við erum svo miklu sterkari en við höldum og það býr svo miklu meira í okkur,“ sagði Truwit. Það má sjá umfjöllun ABC hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5vZ-8ucZ194">watch on YouTube</a>
Sund Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira