Hnignun menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 09:00 Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun