Jóhann sagður fá Sergio Ramos sem liðsfélaga Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:24 Sergio Ramos lék síðast með Sevilla á Spáni. Getty/Joaquin Corchero Spænska fótboltastjarnan Sergio Ramos er á leið til Al-Orobah í Sádi-Arabíu og verður þar með liðsfélagi landsliðsfyrirliðans Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá þessu á Twitter en hann sagði einnig frá því þegar Jóhann var að færa sig yfir til Sádi-Arabíu. ✅ DONE DEAL 🇸🇦 Sergio Ramos signs for Al-#Orobah in Saudi Arabia! Been told agreement have been found between the Spanish and the Saudi Pro League club. #mercato #SPL pic.twitter.com/E8oQUAzsUn— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 29, 2024 Uppfært kl. 11.30: Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Ramos sé ekki búinn að ákveða sig varðandi næsta skref á ferlinum. 🚨🇪🇸 Sergio Ramos has still not made any decision on his future club.Ramos, currently assessing several options as free agent. pic.twitter.com/rOrWmIH4nm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2024 Ramos á að sjálfsögðu afar glæstan feril en þessi 38 ára miðvörður lék um langt árabil með Real Madrid og spænska landsliðinu, og rakaði inn titlum. Hann fór frá Real til PSG árið 2021 og var svo á síðustu leiktíð með Sevilla þar sem hann spilaði 28 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Ramos lék 180 leiki fyrir Spán á sínum landsliðsferli og varð heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Hjá Real vann hann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og sex Spánarmeistaratitla, og með PSG varð hann franskur meistari í tvígang. Al-Orobah er nýliði í efstu deild Sádi-Arabíu og hefur verið að styrkja sitt lið með þekktum nöfnum. Auk Jóhanns er Cristian Tello orðinn leikmaður liðsins, og Kurt Zouma miðvörður West Ham var í vikunni sagður á leið til félagsins. Al-Orobah tapaði í gær 2-1 gegn Al Wehda þar sem Jóhann lagði upp eina mark liðsins. áður hafði Al-Orobah tapað 2-0 gegn Al-Ahli í fyrstu umferð. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri greinir frá þessu á Twitter en hann sagði einnig frá því þegar Jóhann var að færa sig yfir til Sádi-Arabíu. ✅ DONE DEAL 🇸🇦 Sergio Ramos signs for Al-#Orobah in Saudi Arabia! Been told agreement have been found between the Spanish and the Saudi Pro League club. #mercato #SPL pic.twitter.com/E8oQUAzsUn— Sacha Tavolieri (@sachatavolieri) August 29, 2024 Uppfært kl. 11.30: Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að Ramos sé ekki búinn að ákveða sig varðandi næsta skref á ferlinum. 🚨🇪🇸 Sergio Ramos has still not made any decision on his future club.Ramos, currently assessing several options as free agent. pic.twitter.com/rOrWmIH4nm— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2024 Ramos á að sjálfsögðu afar glæstan feril en þessi 38 ára miðvörður lék um langt árabil með Real Madrid og spænska landsliðinu, og rakaði inn titlum. Hann fór frá Real til PSG árið 2021 og var svo á síðustu leiktíð með Sevilla þar sem hann spilaði 28 deildarleiki og skoraði þrjú mörk. Ramos lék 180 leiki fyrir Spán á sínum landsliðsferli og varð heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með liðinu. Hjá Real vann hann meðal annars Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og sex Spánarmeistaratitla, og með PSG varð hann franskur meistari í tvígang. Al-Orobah er nýliði í efstu deild Sádi-Arabíu og hefur verið að styrkja sitt lið með þekktum nöfnum. Auk Jóhanns er Cristian Tello orðinn leikmaður liðsins, og Kurt Zouma miðvörður West Ham var í vikunni sagður á leið til félagsins. Al-Orobah tapaði í gær 2-1 gegn Al Wehda þar sem Jóhann lagði upp eina mark liðsins. áður hafði Al-Orobah tapað 2-0 gegn Al-Ahli í fyrstu umferð.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira