Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að Björgunarsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ hafi borist útkall um klukkan 14 í gær vegna mannsins.

Maðurinn hafi klifrað um þrjátíu til fjörutíu hæðarmetra upp bratt gil og ekki treyst sér aftur niður.
„Verkefnið var krefjandi og reyndi á klifurfærni björgunarfólks á bröttustu köflunum en auk þess var mikil grjóthrunshætta niður gilið. Björgunarfólk fór upp fyrir manninn, setti upp línur og seig niður til hans þar sem hægt var að tryggja hann í línu og aðstoða niður.
Maðurinn var nokkuð kaldur og skelkaður þegar niður var komið, en þó feginn að komast úr brattlendinu. Verkefnið tók rúma 4 tíma og alls voru 8 félagar sem tóku þátt,“ segir í tilkynningunni.
