Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 12:31 Viní Jr. mun ekki láta atvik eins og gegn Valencia viðgangast í framtíðinni. Einn af áhorfendum þessa leiks var á endanum sakfelldur fyrir kynþáttafordóma. Mateo Villalba/Getty Images Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Leikmaðurinn hefur orðið fyrir barðinu á rasistum oftar en einu sinni á ferli sínum á Spáni. Eitt alvarlegasta dæmið kom upp í maí á síðasta ári þegar Real heimsótti Valencia. Eftir lögreglurannsókn á því sem fór þar fram var áhorfandi dæmdur í fangelsi fyrir kynþáttahatur. Var það í fyrsta sinn sem einstaklingur var sakfelldur fyrir slíkt á Spáni. Kynþáttaníðið í Valencia var hins vegar ekki einsdæmi og mátti Viní Jr. þola slíkt gegn Barcelona, Mallorca, Real Valladolid, Pamplona, Sevilla og í kringum nágrannaslaginu gegn Atlético Madríd. Í viðtali við CNN fréttastofuna á miðvikudag sagði Viní Jr. að í ár myndu hann og liðsfélagar hans bregðast við á annan hátt en undanfarin ár. „Við tölum meira um þetta innan félagsins, ekki bara ég heldur allir leikmenn Real. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu af ef slíkt gerist aftur þá göngum við saman af velli.“ „Við vitum vel að það eru ekki eingöngu rasistar í stúkunni og nær allir eru eingöngu þar til að fylgjast með leiknum. En þar sem okkur finnst hlutirnir verða verri og verri með hverju skiptinu þurfum við að fara af velli til að knýja fram breytingar,“ sagði Viní Jr. í viðtalinu. Vinícius Júnior said he and his Real Madrid teammates will walk off the pitch if he faces more racist abuse from fans in LALIGA this season.(via @CNN) pic.twitter.com/nC0x7NG2R7— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2024 Forráðamenn La Liga hafa biðlað til stjórnvalda á Spáni í von um að deildin fái að taka á málum sem þessum en sem stendur þarf deildin að safna sönnunargögnum og senda til lögreglu. Það skilar ekki alltaf árangri. Deildin fagnar einnig dómnum sem féll eftir atvikið í Valencia þar sem hún telur það senda skýr skilaboð. „Ég sé og finn mun í dag. Ef til vill eru ákveðnir áhorfendur enn rasistar en þeir eru hræddir við að tjá sig á knattspyrnuvellinum þar sem það er mikið af myndavélum. Þannig tekst okkur hægt og rólega að minnka rasismann. Við munum að sjálfsögðu ekki ná að binda enda á hann en ég er glaður þar sem okkur hefur tekist að breyta hugarfarinu,“ sagði Viní Jr. að endingu í viðtalinu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira