Lárus baunar á Hareide: Erfitt að lesa í skilaboðin úr norska garðskálanum Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 22:30 Lárus Orri Sigurðsson er sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í útsendingum frá leikjum íslenska landsliðsins, og því með það hlutverk að vega og meta störf Åge Hareide. Samsett/Getty/Stöð 2 Sport Ummæli Åge Hareide, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, varðandi Aron Einar Gunnarsson, hittu ekki beinlínis í mark í Þorpinu á Akureyri. Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Liverpool - Barnsley | Fyrsti leikur liðanna í átján ár Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Hareide tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir komandi leiki við Svartfjallaland og Tyrkland í Þjóðadeildinni. Það gerði Norðmaðurinn venju samkvæmt í gegnum tölvu, á Teams-fjölmiðlafundi, en gagnrýnt hefur verið að Hareide skuli ekki mæta til landsins til að halda fjölmiðlafundi. Hareide valdi meðal annars Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Vals, aftur í landsliðið en var einnig spurður út í stöðu félaga Gylfa á miðju íslenska liðsins til fjölda ára, Aron Einar, sem er í dag leikmaður uppeldisfélags síns Þórs. „Við höfum verið í sambandi og það er ánægjulegt að heyra að hann sé að styrkjast eftir erfið meiðsli,“ sagði Hareide en bætti við: „Það er aftur á móti alveg ljóst að Aron verður að spila í sterkari deild ef hann ætlar sér að komast í landsliðið. Hann verður ekki valinn á meðan hann spilar með Þór.“ Við þessi orð staldrar sérfræðingurinn Lárus Orri Sigurðsson, Þórsari og fyrrverandi landsliðsmaður, sem skrifar á Twitter: „Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl.“ Oft erfitt að lesa í skilaboðin sem koma frá íslenska landsliðsþjálfaranum um netheim frá norska garðskálanum hans. En get ekki betur skilið núna en að það sé betra fyrir Aron Einar að spila ekkert en að spila með Þór ef hann vill láta velja sig í landsliðið e.g. Isl-Lux Svk-Isl— Lárus Sigurðsson (@larussig) August 28, 2024 Það er nefnilega svo að Hareide fann pláss í landsliðshópi sínum fyrir Aron Einar haustið 2023, þegar Aron hafði ekki spilað fótbolta í marga mánuði, en hann var þá enn leikmaður Al-Arabi í Katar. Aron var þá valinn í landsliðsverkefni bæði í október og svo aftur í nóvember, og er nú kominn með 103 A-landsleiki. Hann er ásamt Birki Má Sævarssyni í 3.-4. sæti yfir leikjahæstu landsliðskarla Íslands frá upphafi, einum leik á eftir Rúnari Kristinssyni og tíu á eftir þeim leikjahæsta í sögunni, Birki Bjarnasyni.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Liverpool - Barnsley | Fyrsti leikur liðanna í átján ár Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Sjá meira
Gylfi snýr aftur í landsliðið KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið. 28. ágúst 2024 12:51