Gott veður fram að jólum en veturinn þungur eftir það Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:09 Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Haustið verður gott og veturinn fram að jólum en eftir það verður hann þungur. Þetta er niðurstaða nýjasta fundar veðurklúbbsins á Dalbæ á Dalvík. „Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira
„Fundur er settur í veðurklúbbi Dalbæjar, verið þið velkomin.” Veðurklúbburinn á hjúkrunarheimilinu Dalbæ er löngu orðin landsþekktur fyrir veðurspár sínar en klúbburinn fundar reglulega og fer yfir stöðu mála og rýnir þá í stjörnukort og stöðu himintunglsins til að reyna að fá sem nákvæmustu spá. Og hvað viljið þið segja með haustið og veturinn, hvernig verður þetta? „Vonandi verður hann góður fram að jólum að minnsta kosti en svo gæti hann orðið þungur eftir það, janúar, febrúar og mars,” segir Þóra Jóna Finnsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. En þið lofið góðu veðri fram að jólum? „Já, verðum við ekki að gera það, verður maður ekki að vera jákvæður,” bætir Þóra Jóna við. Þóra Jóna Finnsdóttir og Magnús Páll Gunnlaugsson, félagar í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við byrjum á tungli, hvar það kemur upp og út frá því hvort það er snemma mánaðar og í hvað átt, það fer mikið eftir því. Og svo má líka kíkja á hvaða stjarna er nálægt jörðu, Það verður alveg þokkalegt veður fram að jólum en svo koma kaflaskipti upp úr áramótum,” segir Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum. Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, félagi í veðurklúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér koma veðuráhugamenn saman, þetta er grundvöllur þar sem veðuráhugafólk kemur saman og hver spáir í sín spil eða tunglstöðu, já, hver hefur ekki áhuga á veðrinu,” segir Kristín Heiða Garðarsdóttir, starfsmaður á Dalbæ og umsjónarmaður veðurklúbbsins. En er klúbburinn sannspár eða er ekkert að marka hann? „Já, það hefur alveg verið. Stundum hefur eitthvað fipast til en þá er þungt hljóð í mönnum,” segir Kristín Heiða og bætir við. „Ég trúi því sem Alli sagði um að veturinn verður kannski mildur framan af en svo vitum við ekki hvað gerist.” Síðasti fundur klúbbsins þar sem spáð var í veðrið í haust og vetur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Dalvíkurbyggð Veður Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Sjá meira