Flókið púsluspil gekk upp og fjölskyldan fór til Síle Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2024 12:31 Fjölskyldan saman í miðbær Santiago, höfuðborg Chile. Fréttastjórinn Kolbeinn Tumi Daðason ákvað að skella sér í tvo mánuði með börnunum sínum tveimur til Síle í janúar og febrúar á þessu ári. Börnin voru bæði í fjarnámi og hann í fjarvinnu frá störfum sínum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn. Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við Tuma í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var algjör draumur. Þetta byrjaði í október í fyrra þegar það er íslenskur tannlæknir sem býr í Síle sem setur facebookfærslu inn í Vesturbæjarhópinn á Facebook. Og við búum hérna í Vesturbænum. Hún er að auglýsa eftir húsaskiptum,“ segir Tumi en konan bauð Íslendingum að búa í Síle í staðinn fyrir húsaskipti hér á landi. Leit ekki vel út í byrjun „Fyrst leit ekkert út að þetta myndi ganga upp, því það þarf ýmislegt að ganga upp. Til dæmis þarf maður að hafa hús til að skipta og konan mín er bara í þannig starfi að það var mjög fljótt ljóst að hún gæti ekki komið út,“ segir Tumi sem er í sambandi með þúsundþjalasmiðnum Selmu Björnsdóttur. Amma og afi mættu einnig út. „Svo ég var næstum því búinn að afskrifa þetta. En svo fór ég að hugsa hvort að mamma og pabbi væru til í að koma með okkur út og íslenska fjölskyldan í Síle getur bara verið hjá mömmu og pabba. Mömmu og pabba leist bara ekkert á svona langt ferðalag enda komin á áttræðisaldurinn. Svo kom það upp í hendurnar á mér að barnsmóðir mín ætlaði að vera í útlöndum allan janúar og hún býr við hliðin á Melaskóla þar sem íslenska fjölskyldan ætlaði að setja börnin sín. Allt í einu fer þetta að teiknast upp og verða mögulegt.“ Fjarnám og fjarvinna Hann segir að það hafi alltaf verið draumurinn hans að fara til Síle en Tumi var á skóla í Bandaríkjunum á sínum tíma og eignast þar vini frá landinu. Farið var út í byrjun janúar og komið heim í byrjun mars. Lífið var gott í Síle. Hér er fjölskyldan að gera sér glaðan dag úti að borða. „En hvað með vinnuna? Hvernig get ég látið það ganga upp? Ég átti svo góða vinnuveitendur að þau voru til í að láta þetta ganga upp. Og það gekk sérstaklega vel upp því það er bara þriggja tíma mismunur. Þetta var bara frábært. Ég gat sinnt minni fjarvinnu og þetta var bara stuð. En þetta er ekkert á færi hvers sem er. Þetta kostar helling að fljúga þremur til Suður-Ameríku og var það stærsti kostnaðurinn. Þetta var bara flug upp á 750 þúsund. En af því að ég gat unnið þarna út þá gátum við kýlt á þetta.“ Minningarsköpun Hann segir að krakkarnir hafi strax tekið vel í hugmyndir föður síns. „Þau eru enn þá á þeim aldri að pabbi ræður. Svo ég tók þann pólinn í hæðina að ég bara ákvað þetta. Ég var búinn að tala við mömmu þeirra og hún var bara algjörlega með í þessu. Þetta er bara lífsreynsla og algjört tækifæri. Þau eru líka þannig krakkar að ég vissi alveg að þau væru til í þetta. Þetta var í raun bara algjör minningarsköpun. Þegar þú ert kominn á þennan stað þar sem það er ekkert bakland og ekkert að toga í þig eftir vinnu og skóla. Það er bara samvera með börnunum og hvað ætlum við að gera saman í dag?“ Foreldrar Tuma enduðu síðan á því að koma út í fjórar vikur og varð þetta að algjörlega ógleymanlegum tíma fyrir fjölskylduna. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Tumi og börnin fara nánar út í sína frásögn.
Ísland í dag Chile Íslendingar erlendis Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Sjá meira