Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Tónlistarkonan Chappell Roan biður aðdáendur að virða mörk hennar. Dana Jacobs/WireImage Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Á dögunum birti Roan færslu á Instagram þar sem hún biður fólk vinsamlegast um að virða hennar mörk. Hún skrifar meðal annars: „Síðastliðin tíu ár hef ég stanslaust unnið hörðum höndum að því að byggja upp verkefnið mitt og nú er komið að því að ég þurfi að leggja línurnar og setja mörk. Ég vil vera listamaður eins lengi og hægt er. Ég hef verið í of mörgum ósamþykktum líkamlegum og félagslegum samskiptum og ég verð bara að minna ykkur á það að konur skulda ykkur ekki skít. Ég valdi þessa vegferð vegna þess að ég elska tónlist og list og er að heiðra barnið innra með mér. Ég samþykki ekki neins konar áreiti bara vegna þess að ég valdi þessa leið í lífinu og ég á það heldur ekki skilið.“ Chappell Roan er búin að eiga risastórt tónlistarár.Dana Jacobs/WireImage) Þá segist hún meðal annars ekki skulda aðdáendum sínum það að þeir fái að grípa í hana, taka myndir með henni og tala við hana. „Þið verðið að skilja það að ég fagna velgengni tónlistarinnar minnar, ástinnar sem ég finn frá aðdáendum og þakklætinu sem ég hef. Það sem ég samþykki ekki er óhugnanlegt fólk, að vera snert óumbeðin og að það séu eltihrellar á eftir mér.“ Hún segir að viðbrögð fólks séu gjarnan þau að hún hefði nú átt að vita að fræðginni fylgdi þessar skuggahliðar. „Það er sambærilegt og að segja við konur sem klæðast stuttum pilsum að þær eigi skilið að vera áreittar. Það er ekki skylda konunnar að taka svona skít á sig. Fólk sem áreitir á að bera ábyrgð á sér, hætta því, vera almennilegar manneskjur og bera virðingu fyrir konum.“ Sömuleiðis biðlar hún til fólks að hætta að snerta hana, hætta að haga sér undarlega í kringum fjölskyldu hennar og hætta að áætla hluti um hana. „Ég finn fyrir meiri ást en ég hef nokkurn tíma fundið í lífi mínu. Ég hef sömuleiðis aldrei upplifað mig í jafn mikilli hættu og núna. Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég geymi fyrir tónlistina og fyrir ykkur öll. Það er svo annar hluti af sjálfri mér sem er bara fyrir mig og ég vil ekki að hann sé tekinn af mér.“ Hér má sjá færslu Roan í heild sinni: View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sem áður segir skaust Roan almennilega upp á stjörnuhimininn á þessu ári og hefur komið fram víða á tónleikum. Hún er með rúmlega 43 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og lög hennar eru mörg hver með mörg hundruð milljón spilanir. Tónlist Hollywood Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á dögunum birti Roan færslu á Instagram þar sem hún biður fólk vinsamlegast um að virða hennar mörk. Hún skrifar meðal annars: „Síðastliðin tíu ár hef ég stanslaust unnið hörðum höndum að því að byggja upp verkefnið mitt og nú er komið að því að ég þurfi að leggja línurnar og setja mörk. Ég vil vera listamaður eins lengi og hægt er. Ég hef verið í of mörgum ósamþykktum líkamlegum og félagslegum samskiptum og ég verð bara að minna ykkur á það að konur skulda ykkur ekki skít. Ég valdi þessa vegferð vegna þess að ég elska tónlist og list og er að heiðra barnið innra með mér. Ég samþykki ekki neins konar áreiti bara vegna þess að ég valdi þessa leið í lífinu og ég á það heldur ekki skilið.“ Chappell Roan er búin að eiga risastórt tónlistarár.Dana Jacobs/WireImage) Þá segist hún meðal annars ekki skulda aðdáendum sínum það að þeir fái að grípa í hana, taka myndir með henni og tala við hana. „Þið verðið að skilja það að ég fagna velgengni tónlistarinnar minnar, ástinnar sem ég finn frá aðdáendum og þakklætinu sem ég hef. Það sem ég samþykki ekki er óhugnanlegt fólk, að vera snert óumbeðin og að það séu eltihrellar á eftir mér.“ Hún segir að viðbrögð fólks séu gjarnan þau að hún hefði nú átt að vita að fræðginni fylgdi þessar skuggahliðar. „Það er sambærilegt og að segja við konur sem klæðast stuttum pilsum að þær eigi skilið að vera áreittar. Það er ekki skylda konunnar að taka svona skít á sig. Fólk sem áreitir á að bera ábyrgð á sér, hætta því, vera almennilegar manneskjur og bera virðingu fyrir konum.“ Sömuleiðis biðlar hún til fólks að hætta að snerta hana, hætta að haga sér undarlega í kringum fjölskyldu hennar og hætta að áætla hluti um hana. „Ég finn fyrir meiri ást en ég hef nokkurn tíma fundið í lífi mínu. Ég hef sömuleiðis aldrei upplifað mig í jafn mikilli hættu og núna. Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég geymi fyrir tónlistina og fyrir ykkur öll. Það er svo annar hluti af sjálfri mér sem er bara fyrir mig og ég vil ekki að hann sé tekinn af mér.“ Hér má sjá færslu Roan í heild sinni: View this post on Instagram A post shared by ・゚: *✧ Chappell Roan ✧*:・゚ (@chappellroan) Sem áður segir skaust Roan almennilega upp á stjörnuhimininn á þessu ári og hefur komið fram víða á tónleikum. Hún er með rúmlega 43 milljónir mánaðarlegra hlustenda á streymisveitunni Spotify og lög hennar eru mörg hver með mörg hundruð milljón spilanir.
Tónlist Hollywood Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira