Segir Arnór búa yfir snilligáfu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Hann kveðst í enn betra formi núna en á síðustu leiktíð. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór. Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira
Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór.
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjá meira