„Þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag“ Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 16:29 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. Vísir/HAG Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis var ánægður með margt í leiknum en var ósáttur með fyrirkomulagið sem framundan er í Bestu deild kvenna. „Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum. Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira
„Við gerðum tvö mörk og áttum fullt af fínum tækifærum. Það var langt síðan við fengum síðast stig og við sættum okkur við það þó ég hefði viljað þrjú stig.“ „Það er karakter í þessum stelpum og þær hætta ekkert þó þær lendi undir. Það er auðvelt að brotna niður en þær gerðu það ekki og hafa ekki gert það. Það var súrt að fá á sig mark þar sem dómarinn lét boltann detta og það þarf að breyta þessu í reglunum þannig að í dómarakasti verður leikmaður að gefa til baka. Það var 50/50 hver átti að fá boltann og þær skoruðu upp úr því,“ sagði Gunnar Magnús eftir leik. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður Fylkis, fór af velli vegna meiðsla og Gunnar óttaðist að hún hafi slitið krossband. „Sandra María var við hliðina á henni og sagðist hafa heyrt smell. Við erum ansi hrædd um að þetta gæti verið krossband. Við megum ekki við því en vonandi er þetta ekki slæmt og ég get ekki sagt of mikið til um þetta núna.“ Venjulegu deildarkeppninni er lokið og næst á dagskrá er að deildin skiptist upp þannig að neðstu fjögur liðin mætast innbyrðis og Gunnar er ekki sáttur með fyrirkomulagið. „Ég held að þeir sem stjórna þessu þurfa að endurskoða þetta fyrirkomulag. Hvort það ætti ekki að fara bæta í 12 liða deild eða hafa frekar fjögur lið í efri hlutanum því núna fáum við þrjá leiki á meðan efri hlutinn fær fimm leiki.“ „Ef við værum með efstu fjögur liðin þá væri hægt að taka tvöfalda umferð og þær myndu fá sex leiki og neðri hlutinn myndi fá fimm leiki. Það myndi gefa meira svigrúm og það væru fleiri stig í pottinum. Það þarf að skoða þetta alvarlega því kvennaboltinn er á mikilli uppleið,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson að lokum.
Fylkir Besta deild kvenna Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira