Hógvær Raya segir vörslu gærdagsins ekki hafa verið hans bestu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 09:03 David Raya átti eina af vörslum tímabilsins í gær, strax í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nigel French/PA Images via Getty Images David Raya, markvörður Arsenal, átti stóran þátt í því að liðið landaði 2-0 sigri er Skytturnar heimsóttu Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær. Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“ Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Heimamenn í Aston Villa fengu klárlega sín færi til að komast yfir í leik gærdagsins og besta færi leiksins kom á 54. mínútu. Amadou Onana átti þá skot fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og Raya neyddist til að slá boltann í þverslána eftir að hafa runnið er boltinn stefndi að marki. Ollie Watkins, sóknarmaður Aston Villa, tók frákastið og skallaði að marki þar sem Raya lá í jörðinni. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Raya að lyfta sér frá jörðinni og slá boltann út í teig af marklínunni. Í viðtali eftir leik var Raya hins vegar hógvær og vildi ekki meina að hann væri einhver hetja eftir þennan leik. „Við erum allir hetjur af því að við vinnum saman. Þetta snérist ekki bara um mig að verja þennan skalla. Þetta var mikilvægt augnablik í stöðunni 0-0. Þeir fengu sín færi og ég var nægilega vel staðsettur til að verja skallann frá Ollie Watkins,“ sagði Raya eftir leikinn. „Eftir því sem ég man best þá var þetta skot fyrir utan teig. Ég rann til og er ekki í nógu góðri stöðu til að grípa boltann. Svo sé ég bara Ollie koma á ferðinni og ég bregst við eins fljótt og ég get og sting hendinni út. Sem betur fer var svo enginn til að ráðast á þann bolta.“ „Þetta snýst bara um endurtekningu á æfingum. Maður gerir æfingar þar sem maður þarf að verja eitt skot og vera svo fljótur að standa upp og verja annað. Í þetta skipti borgaði það sig. Þetta var bara viðbragðsvarsla. Ég myndi ekki segja að þetta sé mín besta varsla.“
Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira